Samband English

Frönsku fiskimennirnir

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 11. ágúst 2013

Tími: 17:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: Aðgangur ókeypis

Sýning og fyrirlestur í Edinborgarhúsinu

Sýning Maríu Óskarsdóttur Patreksfirði "Frönsku fiskimennirnir á faraldsfæti"

er í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu Ísafirði.

Efnið tengist veru franskra fiskimanna við Íslandsstrendur á Skútuöldinni.

Samskonar sýning með efni frá Maríu, var gerð að farandsýningu í Frakklandi, fyrir tveimur

árum. Lesefni er á frönsku og íslensku.

María hefur safnað samskiptasögum frá þessum tíma, í 14 ár og gefið út bók á frönsku, til að

heiðra minningu frönsku sjómannanna.

Sýningin er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

María heldur fyrirlestur kl 17:00  sunnudaginn 11. ágúst 2013, í Edinborgarhúsinu.

 

Kaffi og meðlæti

Allir velkomnir

 

Nánar um sýninguna og Maríu
María er ættuð frá Ísafirði, í móðurætt. Móðir hennar Hildur Guðmundsdóttir, var

fædd og uppalin hér. Faðir Hildar var Guðmundur Þorlákur Guðmundsson skipstjóri og móðir

hennar Margrét Jónsdóttir, var ein af Kirkjubæjar-systrunum átta.


Á undanförnum 14 árum hefur María safnað samskiptasögum franskra sjómanna og

Íslendinga á Skútuöldinni. Hún gaf út bók á frönsku vorið 2012 með 64 þessara sagna. Bókin

er mjög vönduð, 155 bls innbundin og prýdd fjölda mynda. Myndirnar eru ýmist íslenskar eða

franskar, svarthvítar eða í lit, margar hverjar yfir 100 ára gamlar, teknar á árunum 1907- 10 af

frönskum manni um borð í spítalaskipi, sem fylgdi skútuflotanum. Sumar þeirra hafa ekki

birst áður á Íslandi. Bókin er til sölu hjá verslunum Eymundsson víða um land og hjá höfundi.

Bókinni getur fylgt hefti með öllum textunum á íslensku.


María er með sýningu heima hjá sér á Mýrum 8 um veru franskra sjómanna hér við

land. Á þeirri sýningu eru myndir, franskar og íslenskar frá þessum tíma, gamlir munir og

mikið af frönskum bókum, um veiðar Frakka við Ísland, sem þau hjón Halldór Árnason og

María hafa fengið á ferðum sínum á slóðir frönsku fiskimannanna, í Frakklandi. Þau hafa

farið fimm sinnum  til Frakklands, til að kynna Vestfirði og sameiginlega arfleifð landanna,

síðast á ferða- og bókmenntahátíð í Binic á Bretagne skaga, vorið 2012. Halldór hefur sýnt

íslensk skinnklæði, sem Eggert Björnsson handsaumaði eftir gamalli íslenskri fyrirmynd og

María klæðist ávallt íslenskum búningi er hún heldur fyrirlestur, sem vekur athygli. Þau hafa

leibeint ferðamönnum og skipulagt ferðir þeirra hingað til lands, einnig hýst fjölda ferðafólks

heima hjá sér, sem ekki hefur haft mikinn farareyri. Kynnigarstarf þeirra hefur stuðlað að

auknum fjölda franskra ferðamanna hingað vestur. Sagt er að einn ánægður gestur verði til að

10 aðrir mæti á svæðið, en sá óánægði spilli fyrir að sama skapi!


Árið 2011 var efni frá Maríu á 18 tveggja metra löngum renningunum, gert að

farandsýningu úti í Frakklandi, að frumkvæði Frakka. Efnið á þeim er um helstu samskiptin.

Sú sýning hefur nú þegar farið á tvo staði, Binic og Fécamp. Nú í vor fékk María loforð frá

Menningarráði Vestfjarða, fyrir styrk til að gera aðra eins sýningu hér heima, til að ferðast um

Vestfirði. Sýningin var á Reykhólum nú nýlega og á eftir að fara víðar, hún er sennilega eina

sýningin hér á landi sem er aðeins á frönsku og íslensku, en ekki á ensku. Hún er gerð til að

heiðra minningu bæði franskra og íslenskra sjómanna.


Maríu finnst áhugi Frakka á þessari gömlu sögu minna nokkuð á áhuga Vestur-

Íslendinga, á að finna rætur sínar sbr. Vesturfarasetrið á Hofsósi.

Þau hjón hafa í gegn um árin staðið fyrir ýmsum uppákomum í tengslum við þessa

sameiginlegu sögu landanna. M.a. tvisvar staðið fyrir fransk- íslenskum sjómannadegi á

Patreksfirði ásamt Sjómannadagsráði þar; verið með sýningu og fyrirlestur á þjóðhátíðardegi

Frakka, í Ráðhúsi Reykjavíkur og haft sýningu og fyrirlestur hjá Alliance Française.         

María vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hafa tekið vel á móti sýningunni.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames