Samband English

Áttu leynistað, leynibók eða leynitákn?

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 10. ágúst 2013

Danskt barnaleikhús í efnisleit á Ísafirði

Danski leikhópurinn Teater Patrasket frá Kaupmannahöfn mun hafa aðsetur  í Edinborgarhúsinu vikuna 12-16. ágúst næstkomandi.

Teater Patrasket er farandleikhús með aðsetur í Kaupmannahöfn sem hefur

verið starfandi í um tvo áratugi og sérhæfir sig í sýningum fyrir börn og ungt

fólk – en þó ,,umfram allt í leikhúsi fyrir manneskjur” eins og segir á heimasíðu

leikhópsins. 


Hópurinn vinnur nú að glænýrri sýningu sem verður frumsýnd í Kaupmannahöfn

í febrúar á næsta ári.  Fyrsti hluti undirbúningsvinnunnar mun fara fram

á Ísafirði.  Brottflutti Ísfirðingurinn Vigdís Jakobsdóttir leikstýrir hópnum

og fannst auðvitað ekki annað koma til greina en að hefja vinnuferlið

í ,sjálfum ,,nafla alheimsins ”  fyrir vestan.Áttu leynistað, leynibók eða leynitákn?

Sýningin sem leikhópurinn vinnur að hefur hlotið

vinnuheitið ,,Leyndarmálakassinn”.  Hluti undirbúningsvinnunnar mun

felast í því að leita eftir sögum frá ungmennum sem tengjast leyndarmálum,

leynistöðum, leynifélögum og öllu mögulegu leynilegu. Ísfirðingar á aldrinum 11-

14 ára sem hafa áhuga á því að hjálpa leikhópnum og taka þátt í skemmtilegri 

vinnusmiðju eftir hádegi þriðjudaginn 13. ágúst eru hvattir til þess að senda

tölvupóst til Vigdísar leikstjóra fyrir laugardaginn 10. ágúst á netfangið:

vigdisjak@gmail.com

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames