Samband English

VOCÊ PASSOU AQUI

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 26. júlí 2013

Tími: 21:00

Óskar Guðjónsson saxofónleikari og hinn Brazelíski Ife Tolentino gítarleikari og söngvari munu heimsækja Ísafjörð á ferð sinni um landið. Föstudaginn 26. júlí kl. 21:00 munu þeir spila litríka tónlist í Edinborgarhúsinu. 

 

Óskar og Ife munu leika á 10 tónleikum á norðvesturlandi, í höfuðborginni og á Grindavík síðustu daga júlí mánaðar. Samstarf þeirra á sér 14 ára sögu og byrjaði í London. Í desember síðastliðnum gáfu þeir út geisladiskinn VOCÊ PASSOU AQUI (e. “Þú komst hér”). Munu þeir leika efni af honum í bland við annað efni. Ife hefur komið á hverju ári síðan 2002 og er sannur íslandsvinur. Dúósamleikur þeirra er sérstaklega léttleikandi og lifandi. Sömbur, Bossa Novas og aðrir minna þekktir braselískir stílar flæða frá þeim félögum af mikilli spilagleði.

 

Myndband um tilurð plötunar

 

Þökkum Menningarráði Vestfjarða fyrir veittan stuðning

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames