Samband English

Spiritual Landscapes

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 2. ágúst 2013

Tími: Opnun kl. 18:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: Aðgangur ókeypis á allar myndlistasýningar í húsinu.

Sýning Maríu Kjartans í Edinborgarhúsinu opnar 2 ágúst 2013


Sýningin ber heitið "Spiritual Landscapes" og er einkasýning myndlistarkonunnar Maríu Kjartans, en hluti sýningarinnar verður unninn í samstarfi við tónlistarmanninn Bigga Hilmars og fjöllistakonuna Hörpu Einarsdóttur (Ziska).
Sýningin í Edinborgarhúsinu er þriðja stopp sýningarinnar í sumar, en hún verður einnig sett upp í DegreeArt Gallrý í London (júní 2013) og Keskula space, Zurich (júlí 2013).

Sýningin mun samanstanda af:
-stórum ljósmyndaprentum en hluti verkanna munu vera unnin í blandaðri tækni (mixed media) í samstarfi við listakonuna Hörpu Einarsdóttur sem myndskreyta munu hluta ljósmyndanna og kvikmyndanna.
-ljósmyndaboxum upplag 105
-tveimur stuttmyndum "We are weather" eftir Maríu með frumsaminni tónlist eftir Bigga Hilmars.

 

BIGGI HILMARS mun spila á opnun sýningarinnar en hann er starfandi tónlistarmaður í London, Reykjavík, Los Angeles og New York. Síðastliðin ár hefur hann starfað sem tónskáld hjá Universal Music Film og TV í London við hin ýmsu sjónvarps-, auglýsinga- og kvikmyndaverkefni, ásamt því að semja, útsetja og kynna hljómplötur hljómsveita sinna Ampop og Blindfold með áköfu tónleikahaldi víða um Bretland, Evrópu og Bandaríkin.


Tón- og lagasmíðar Birgis hafa vakið athygli á erlendri og innlendri grundu og vann hann til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2006 fyrir lagið
‘My Delusions’ með hljómsveit sinni Ampop og var hljómplatan ‘Sail to the Moon’ með Ampop valin plata ársins af hlustendum Rásar 2 árið 2007. Einnig hefur Birgir samið tónlist fyrir verðlaunaframleiðandann Ridley Scott, kvikmyndirnar ‘Future Of Hope’, sem var tilnefnd til Edduverðlaunanna í fyrra og ’Heaven on Earth’ eftir verðlaunahöfundinn Deepa Mehta. Ennfremur hefur tónlist Birgirs birst í sjónvarpsþáttunum ‘Kyle XY’, ‘The Cleaner’, ‘Sugar Rush’ og ‘Army Wives’ og í auglýsingum vörumerkjana Chevrolet, Motorola, Nike, Toyota og Ikea.
 

Facebook viðburður

 

Þökkum Menningarráði Vestfjarða fyrir veittan stuðning

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames