Samband English

Skrúður og Carlo Scarpa

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 21. júlí 2013

Tími: 9:30-12 14-17:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: Aðgangur ókeypis

Framkvæmdasjóður S k r ú ð s kynnir:

 

 

Skrúður og Carlo Scarpa - hátíðardagskrá í Menningarmiðstöðinni Edinborg

 

Sunnudaginn 21. Júlí n.k. verður boðið til hátíðardagskrár í Edinborgarhúsinu í tilefni af því að fyrr á þessu ári hlaut garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð, alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við ítalska arkitektinn Carlo Skarpa.  Fulltrúar úr valnefnd og stjórn menningarsjóðs Benetton, sem verðlaunin veita, verða viðstaddir og munu fræða ráðstefnugesti um sjóðinn, verðlaunin og arkitektinn Carlo Scarpa. 

Dagskráin fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudaginn 21. júlí n.k. kl. 9:30-12:00 og 14:00–17:00.

 

Fyrir hádegi verður stutt kynning á sögu byggðar á Vestfjörðum og farið verður í gönguferð á sögustaði í miðbæ Ísafjarðar.  Gestirnir munu snæða hádegisverð í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað og ráðstefnugestum er velkomið að slást í hópinn. 

 

 

Að loknu hádegisverðarhléi kl. 14:00 verða flutt erindi um arkitektinn Carlo Scarpa, sögu Skrúðs og sögu íslenskra garða, sagt verður frá menningarsjóði Benetton og alþjóðlegu verðlaununum sem kennd eru við Carlo Scarpa. 

 

Í lok dagskrár verður opnuð sýning sem gerð var um Skrúð og sett upp á Ítalíu við afhendingu verðlaunanna s.l. vor.  Boðið verður upp á léttar veitingar og óformlegt spjall en dagskránni í Edinborgarhúsinu lýkur kl. 17:00.

 

 

Stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta þennan dag.  Dagskráin er ókeypis og öllum opin.


Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið:  elisabet.gunnarsdottir@yahoo.com
eða í síma 868-1845.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames