Samband English

Í fjötrum fjalla blárra

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 3. júlí 2013

Tími: 17:00

Staður: Slunkaríki - Gangurinn

Verð: Aðgangur er ókeypis

Í fjötrum fjalla blárra

 

Verið velkomin á sýninguna Í fjötrum fjalla blárra í Slunkaríki miðvikudaginn 3. júlí kl. 17:00

 

Á sýningunni  eru verk unnin í ýmsa miðla; ljósmyndir, teikningar, textílskúlptúr. Verkin eiga annars vegar rætur sínar í ferðum Rósu Sigrúnar um Vestfirði og hins vegar vinnustofudvöl í Tangagötu á Ísafirði í nóvember síðatsliðnum. Rósa skráir ferðir sínar með ýmsum hætti, hún tekur myndir, skrifar texta,  telur stigin spor með skrefamæli,  skráir ferla og hækkun á göngu með gps tæki og safnar sýnishornum. Þessar upplýsingar notar hún svo til þess að skapa nýja mynd af  viðfangsefnum ferða sinna.

 

Um göngur sínar segir Rósa: „ Ég veit ekki lengur hvort ég sé fjöllin með augunum, fótunum, eða gps tækinu. Gangan er mantra, endurtekin spor fyrir spor. Tilfinningar mínar til fjallsins seytla út í gegnum fæturna á göngunni og gegnum  hendurnar þegar heim á vinnustofuna er komið.“

 

Rósa Sigrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2001 og hefur sýnt verk sín hér og þar, bæði innan lands og utan. Heimasíða Rósu Sigrúnar er www.lysandi.is.

 

Þökkum Menningarráði Vestfjarða fyrir veittan stuðning

 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames