Samband English

Opnir danstímar- 5Rytma

STUND & STAÐUR

Dags: Þriðjudagur 18. júní 2013

Tími: 17:00

Staður: Edinborgarhúsið

Verð: 2000 kr.

Opnir danstímar í 5Rytma.

 

Þriðjudaginn 18. júní verður fyrsti opni danstíminn í 5Rytma dansi. Kennari er Annska Arndal sem er einn af tveimur kennurum í 5Rytma dansi á Íslandi. Tímarnir hefjast kl. 17:00 og standa til 18:30.Timarnir verða vikulega út júlí mánuð

 

Hvað eru 5Rytmarnir?

 

Frjáls dans bundinn í form þessara 5Rytma. Andleg leið í gegnum hreyfingu. Hugleiðsla. Leið til að tengjast sjálfum okkur á djúpan hátt, læra á líkamann okkar og skilaboðin sem hann hefur fram að færa. Vera tengd dýpri visku en þeirri sem býr í hausnum á okkur dag frá degi. Leið til að vera heil. Færi á að tengjast öðrum á annan hátt en með ofnýttum talfærum og færi á að tengjast stærri vitund. Leið til að endurskapa okkur sjálf, koma okkur á óvart. Skemmtileg líkamsrækt. Engin dansspor önnur en þín eigin.


Hvað er gert í danstíma?

 

Kennari leiðir hópinn í gegnum rytmana fimm. Það er hægt að gera alls kyns æfingar í 5Rytmunum og misjafnt hvað er gert hverju sinni. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að kunna þetta ekki eða gera þetta vitlaust, það er ekkert svoleiðis.

 

Flæði: Móðirin, jörðin, kvenorkan, líkaminn. Þar sem ein hreyfing fæðist af annarri í spíral sem aldrei endar. Hringlaga. Innöndunin stjórnar ferðinni og við tengjumst sjálfum okkur. Hvar er ég í dag, hver er ég, hvað er hér.

 

Stakkató: Faðrinn, eldurinn, karlorkan, hjartað. Hver hreyfing á sér byrjun og endi. Skýrar línur, ekkert er óljóst. Já og Nei. Útöndun stjórnar ferðinni og við teyjum okkur út. Hér er ég, ég er.

 

Kaos: Hjónaband hugar og hjarta. Tuskudúkkudansinn. Jarðtengd uppgjöf. Við sleppum tökunum, hvað þarf ég ekki lengur. Síbylja hugans fær frí og við tengjumst stærri vitund.

 

Lýrík: Léttleiki, endursköpun, berrössuð á og beintengd sálinni. Á góðum degi dönsum við dans þess sem hefur leyft sér þann munað að sleppa því sem ekki er þörf á lengur. Sálin vakin. Við sleppum tökunum á því að sleppa tökunum og leyfum því að gerast sem gerist. Allar frumur líkamans lifandi.

 

Kyrrð: Andinn frjáls og óbundinn efninu. Hvað stendur eftir. Hvað þarf enn hreyfingu og form. Andardráttur. Stærri vitund. Kyrrt og hljóðlátt.

 

Allir velkomnir 

Aðgangseyrir 2000 kr. 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames