Samband English

Samrýmd- myndlistarsýning

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 1. júní 2013

Tími: 16:00

Staður: Slunkaríki

Verð: Aðgangur ókeypis á allar myndlistasýningar í húsinu.

Baldur Geir Bragason og Þórunn Eva Hallsdóttir
Samrýmd

Samrýmd er könnun á samspili milli tveggja listamanna um framsetningu á verkum í löngu þröngu rými. Sýningin er í gangarými og er samkomulag um að samsýna nokkur verk frá mismunandi tímum. Verkin eiga það sameiginlegt að komast í jeppann og geta talað saman.  En gagnrýni og umræða sem listamennirnir (sem deila sæng) eiga sín á milli, hlýtur alltaf að skína í gegn í verkum þeirra eins og í öðru. Ríma þannig í þessari nægilegu nærveru, þó ekki sé nema vegna afskiptasemi, andlegs skyldleika og sameiginlegra áhalda og efna. Rím í rými, sem semingslega og hægt hefur orðið til með samverustundum á vinnustofunni og heima.
Fólkið nam saman listir í Berlín, bjó í Neskaupstað sl. þrjú ár og býr núna í Hátúni 31 í Reykjavík.

 

Þökkum Menningarráði Vestfjarða fyrir veittan stuðning

 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames