Samband English

Skorpa á Edinborg Bistró

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 3. maí 2013

Tími: 17:00

Staður: Edinborg Bistró

Listakonan Marsibil G. Kristjánsdóttir verður með sölusýningu á Edinborg brístro bar á Ísafirði. Marsibil hefur haldið fjölda einkasýninga um land allt sem vakið hafa mikla athygli.
Á opnunardegi sýningarinnar, 3. maí, verður boðið uppá veitingar og líklega má búast við einhverjum stórfurðulegum uppákomum.
Sjón er sögu ríkari en á þessari sýningu kennir ýmsa verka bæði ný sem og góðkunningjar listakonunnar. Allt er undir olía, penni, teikningar og blönduð tækni.
Öll verkin eru til sölu og rennur allur ágóði sölunnar til listakonunnar. Það góða er að þú getur tekið verkið sem þú vilt kaupa strax með þér heim en örvæntið ekki því ný verk verða sett inn jafnóðum og það selst af veggjum Edinborgar. Þannig má segja að þessi sýning verði stöðugt í endurnýjun. Svo endilega verið dugleg að versla elskurnar mínar.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames