Samband English

Söngkonan og Trúbadorinn

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 25. maí 2013

Tími: 21:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: 2000 kr.

"Söngkonan og Trúbadorinn"

 

Tónleikar með söngkonunni Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni.

Vísna og þjóðlagasöngkonan Kristjana Arngrímsdóttir starfaði um fimmtán ára skeið með Tjarnarkvartettinum og  hefur eftir það gefið út þrjá sóló hljómdiska, Þvílik er ástin (2000), Í húminu (2005) og Tangó fyrir lífið (2011).

 

Mun hún ásamt manni sínum og trúbadornum  Kristjáni E. Hjartarsyni flytja lög af diskum hennar.


 

Kristjana Arngrímsdóttir (f. 1961) er söngkona sem búsett er í Svarfaðardal. Hún hóf söngferil sinn í Tjarnarkvartettinum ásamt með Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, eiginmanni sínum, Hjörleifi Hjartarsyni og Rósu Kristínu Baldursdóttur. Eftir að kvartettinn var leystur upp hóf Kristjana sólóferil og hefur haldið ótal tónleika og gefið út hljómdiska í samstarfi við fjölmarga tónlistarmenn.

Hljómdiskar með Kristjönu Arngrímsdóttur:

  • Þvílík er ástin, 2000.

  • Í húminu, 2005.

  • Tangó fyrir lífið, 2011

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames