Samband English

Sólstafir og Dimma

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 27. apríl 2013

Tími: 22:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 1900 kr.

Þungarokksveitirnar Sólstafir og DIMMA munu koma fram á tónleikum í Edinborgarhúsinu laugardaginn 27. apríl.

Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðinni “Náttfararnir” en sveitirnar hafa ferðast saman um landið síðustu misseri til að kynna nýjustu plötur sínar fyrir rokkþyrstum áheyrendum.

Sveitirnar tvær eru almennt taldar vera með betri tónleikasveitum sem hin íslenska rokksena hefur upp á að bjóða og því er hægt að lofa frábærum tónleikum og miklu sjónarspili!

Dimma er á mikill siglingu um þessar mundir eftir útgáfu plötunnar “Myrkraverk” sem kom út í lok síðasta árs. Sveitin hélt nýverið glæsilega útgáfutónleika fyrir troðfullu húsi í Hörpu og fór platan þeirra í 3. sæti á Tónlistanum, lista yfir mest seldu plötur á landinu, sem er fáheyrður árangur hjá þungarokksveit. Platan hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og fékk m.a. 9.5/10 í einkunn hjá Andreu Jóns eftir að hafa verið plata vikunnar á Rás 2. Á þessum tónleikum í Edinborg mun DIMMA flytja Myrkraverk í heild sinni ásamt völdu eldra efni en bandið er á leið inn í mikið tónleikasumar þar sem sveitin mun koma fram út um allt land.

 

Dimma eru:
Stefán Jakobsson – Söngur
Birgir Jónsson – Trommu
Ingó Geirdal – Gítar
Silli Geirdal - Bassi

 

 

Sólstafir gáfu síðast út plötuna “Svartir Sandar” þar sem lagið “Fjara” sat lengi á vinsældarlista Rásar 2 og myndbandið fékk yfir milljón áhorf á Youtube. Hljómsveitin hefur verið dugleg að fylgja plötunni eftir, er nýkomin úr mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu og fer fljótlega út aftur til að spila á tónleikahátíðum sumarsins víða um Evrópu. Gagnrýnendum hefur reynst erfitt að skilgreina tónlist Sólstafa en um síðustu plötu þeirra er hægt að segja að hún sé hið fullkomna soundtrack við ferðalag um Ísland.

 

Sólstafir eru:
Aðalbjörn Tryggvason - Söngur og gítar
Guðmundur Óli Pálmason - Trommur
Svavar Austmann - Bassi
Sæþór Maríus Sæþórsson- Gítar

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames