Samband English

10 ára afmæli Gust

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 27. mars 2013

Tími: 20:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: Frítt

GuSt heldur upp á að 10 ár eru liðin frá stofnun fyrirtækisins, og gerir það þar sem fyrstu flíkurnar urðu til fyrir rúmum 30 árum... í heimabæ sínum Ísafirði. 
Það eru allir velkomnir í afmælisveisluna og ókeypis inn. Húsið opnar kl 20 með fordrykk, Veislustjóri kvöldsins er Halldóra Björnsdóttir leikkona, heimamenn og brottfluttir ísfirðingar verða með söng og skemmtiatriði.
TÍSKUSÝNING GuSt hefst kl 21, sýnd verður bæði nýjasta vorlínan og vetrarlínan fyrir næsta vetur verður frumsýnd! 


Dýrfinna Torfadóttir skartgripahönnuður sýnir skart og fylgihluti. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur aðstoðað við undirbúning kvöldsins og munu konur á þeirra vegum sýna fötin, Sigrún Eiríks hjá Hárkompaníinu sér um hárið og Dekurstofa Dagnýjar sér um förðun og verður með kynningu og ráðgjöf um kvöldið ...þær sem vilja geta farið heim með nýlakkaðar neglur:-) 

Knattspyrnukonurnar verða með happdrætti þar sem fatnaður frá GuSt að verðmæti 50.000, 30.000 og 20.000 kr verður í vinning, skart frá Dýrfinnu, miðar á tónleika Fjallabræðra ofl. 
Fötin verða svo líka til sölu á sérstökum afmælisafslætti :-) 

Þetta verður notaleg kvöldstund með skemmtun og óvæntum uppákomum.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames