Samband English

Myndlistarsýning-Kunstschlager á rottunni

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 28. mars 2013

Tími: 17:00

Staður: Slunkaríki - Gangurinn

Verð: Frítt

Kunstschlager á rottunni

Kunstschlagerrottan er enn og aftur komin á kreik og aldrei eins og vant farin að láta á sér kræla vestur á fjörðum. Í þetta sinn tekur hún sér fyrir hendur og klær að sýna landsbyggðinni að hún fór aldrei suður heldur hefur hún legið í fylgsnum sínum með leg og fylgju og það má segja að rottan er komin á rottuna.


Kunstschlager er rekið af fimm listamönnum sem sýna nú í Slunkaríki. Hugmyndin á bak við Kunstschlager er að hafa rými fyrir margskonar listasýningar, bjóða upp á myndlist á viðráðanlegu verði en listamennirnir eru einnig með vinnurými í kjallara Kunstschlager.
Margt hefur gengið á í kjallaranum en nýlega voru leiddar inn í rýmið skolplagnir sem gnæfa yfir vöskum. Hinar miklu framkvæmdir og hreinsun sem því fylgdi eru ofarlega í huga listamannanna á þessari sýningu og hvers konar endurnýjun slíkar breytingar hafa í för með sér.

 

Meðlimir Kunstschlager eru:

 

Ásta Fanney Sigurðardóttir
Claudia Hausfeld
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir
Helgi Þórsson
Steinunn Harðardóttir

 

www.kunstschlager.com

www.facebook.com/edinborgarhusid

 

Allir velkomnir

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames