Samband English

Myndlistarsýning Ísaks Óla

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 28. mars 2013

Tími: kl.17

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: Frítt

Listamaðurinn Ísak Óli mun opna einkasýningu á verkum sín í Rögnvaldarsal Edinborgarhúsins fimmtudaginn 28. mars kl. 17

 

Allir velkomnir

 

Um listamanninn Ísak Óla

  

Ísak Óli Sævarsson er fæddur í Reykjavík 15.desember 1989. Hann býr í Álfheimum hjá foreldrum og tveimur systkinum. Um fjögurra ára aldur var hann greindur með dæmigerða einhverfu og hefur alla tíð síðan fengið ákaflega vandaða kennslu og þjálfun við hans hæfi.  Fyrst í leikskólanum Gullborg og svo í sérdeild fyrir einhverfa í Langholtsskóla. Eftir grunnskóla lá leiðin í Fjölbrautaskólann í Garðabæ þar sem Ísak útskrifaðist vorið 2009.

 
Eftir menntaskóla stundaði Ísak m.a. nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík en vinnur núna í Gylfaflöt og á vinnustofunni Ási í Brautarholti.
   Ísak hefur lengi verið ákafur og ástríðufullur teiknari. Hann teiknar mikið persónur sem hann þekkir úr sögum sem lesnar hafa verið fyrir hann. Afköstin eru mikil og liggur gríðarlegt magn af teikningum og verkum eftir hann. Áberandi er hversu lunkinn hann er í litanotkun því hann blandar liti alveg sjálfur. 

   Ísak er ákaflega fylginn sér og skipulagður;  “Fimmta febrúar ætla ég að mála Strumpana í snjónum” og svo bara einfaldlega gerir hann það.  Ísak hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hægt er að skoða verkin hans á heimasíðunni www.isakoli.com


Sýningar:
List án landamæra Ráðhús Reykjavíkur 2009 Samsýning
Söguhetjur Gallerí Tukt 2009 Einkasýning
Ljósanótt Reykjanesbæ 2009 Samsýning
Havarí  2010 Samsýning
Ástríðulist Gerðuberg 2010 Samsýning
Lennon&Baktus Listasafn Mosfellsbæjar 2010 Samsýning
…og svo verð ég í Norræna Húsinu 2010 Einkasýning
Opin vinnustofa LunGa Seyðisfj 2011 Einkasýning
Tinni&félagar Efla Verkfræðistofa 2011 Einkasýning
Ísak í Kirsuberjatrénu 2012 Einkasýning
Gallerí húnoghún Skólavörðustíg Einkasýning 2012
Norræna húsið Fólk í mynd Samsýning maí 2012
Gamla rif Snæfellsnesi Kríur og fleira fólk  ágúst 2012  Einkasýning
Langholtskirkja Prestar, kríur og söguhetjur September 2012 Einkasýning

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames