Samband English

Vestanvindar

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 8. júní 2013

Tími: 14:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: Aðgangur er ókeypis

Hversdagsheimildir úr kvennarými. Byggt á bókinni, Hljóðin úr eldhúsinu.


Hefur framlag kvenna í aldanna rás soðið upp úr öllum pottum, verið étið upp til agna eða jafnvel týnst upp á heiðum landsins (í formi vettlinga og sokka)?

 

 

Hversdagsheimildir úr kvennarými

Bókin Hljóðin úr eldhúsinu sem kom út í janúar á þessu ári er gott dæmi um verk þar sem unnið er með heimildum úr hefðbundnu kvennarými. Björg Sveinbjörnsdóttir sem ólst upp á Suðureyri við Súgandafjörð er höfundur bókarinnar en hún var svo heppin að amma hennar hafði tekið upp á kassettur ýmsar hversdagslega athafnir, söng og fleira. Björg tók brot úr upptökunum og skrifaði þau upp sem ljóð eða litlar sögur með það í huga að segja miðla heimildum sem annars hefði verið gleymdar upp á háalofti eða jafnvel hent. Hvað einkennir heimildir úr hefðbundnu kvennarými? Getum við skrifað sögu út frá hversdeginum og er það eitthvað sem er frásögufærandi? Hvar liggja heimildir úr hefðbundnu kvennarými í dag og tökum við eftir þeim?

 

Björg mun kynna bók sína Hljóðin úr eldhúsinu ásamt því að halda tölu um hvernig maður getur fundið, varðveitt og/eða miðlað persónulegum heimildum. Að lokum verður rætt um persónulegar heimildir hvernig hægt er að varveita þær þó ekki nema sé innan fjölskyldunar til að miðla sögunni til næstu kynslóðar.

 


Um fyrirlesara:                                                               Björg Sveinbjörnsdóttir er með MA próf í Hagnýtri menningarmiðlun og BA próf í félagsfræði og kynjafræði. Hún býr í Reykjavík en bjó til 16 ára aldurs á Suðureyri.


Um bókina:                                                                 Hversdagur dagsins í dag getur verið eins óáþreifanlegur og andrúmsloftið sem umlykur okkur en þegar hann fjarlægist tekur hann á sig annað form og öðlast nýtt gildi. Bókin Hljóðin úr eldhúsinu, er unnin úr upptökum Guðjónu Albertsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð frá árunum 1984 - 1992. Upptökutækið geymdi hún í eldhúsglugganum og með því tók hún upp samræður, söng, bakstur og margt fleira. Í bókinni eru brot úr upptökunum skrifuð upp sem ljóð eða litlar sögur og fylgja upptökurnar sjálfar einnig með bókinni.

Facebook viðburður

 

Styrktaraðilar: 

  • Menningarráð Vestfjarða
  • Edinborgarhúsið
  • Hlaðvarpinn

 





© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames