Samband English

Gúttó - Hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 29. mars 2013

Tími: 21:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 2800 kr.

Litli leikklúbburinn frumsýnir söngsýninguna "Gúttó - Hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár" Um er að ræða fjöruga söngsýningu sem er frumsamin af félögum í Litla leikklúbbnum. Andi hljómsveita eins og Ásgeir og félagar, Gancia, BG, Villi Barði Gunnar ofl svífur yfir vötnum. En þær hljómsveitir spiluðu sem mest í Gúttó á Ísafirði, sem var þá eini dansstaður bæjarbúa. Sagan er rifjuð upp á rakarastofu í bænum á fjörugan hátt. Fjörið í Gúttó, slagsmálin í portinu og eflaust bregður fyrir stúlkunum úr Húsmæðraskólanum.

 

 

 

3. sýning föstudagurinn langi 29. mars kl 21

 

Miðaverð er 2.800 kr og hægt er að panta miða í síma 856-5455.

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames