Samband English

Sunnudagsbíó

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 9. desember 2012

Tími: 15:00

Verð: 700 kr. 500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja

 

Edinborg menningarmiðstöð sýnir safnkost Kvikmyndasafn Íslands einu sinni í mánuði á sunnudögum fram að jólum.

Þriðja sýningin í röðinni fer fram 9. desember kl. 15:00 á Edinborg Bistró - Efri pallur
Miðaverð: 700 kr. & 500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja.

Á dagskrá sunnudagsbíó 9. desember

Sagaborgarættarinnar 2. hluti

2. hluti: Gestur eineygði og Örn hinn ungi

 

 

 

Gestur eineygði og Örn hinn ungi

Minningin um fyrstu bíómyndina sem tekin var á Íslandi hefur lifað með
þjóðinni í meira en 90 ár. Taka hennar árið 1919 vakti feikna athygli og spennan í
kringum frumsýninguna í tveimur hlutum í ársbyrjun 1921 var gríðarleg. Ólafur
L. Jónsson sýningastjóri Nýja Bíós og snattari við gerð myndarinnar fullyrðir í
viðtali árið 1965 að Borgarættin hafi verið dýrasta og vinsælasta kvikmyndin
sem Nordisk Film hafði framleitt þá og ein sú mest sýnda og ábatasamasta sem
Nýja Bíó hafði fengið til sýningar „þótt þögul væri“.
Saga Borgarættarinnar, sem frumsýnd var í byrjun ársins 1921, vakti
mesta athygli af þeim kvikmyndasýningum sem í boði voru þetta árið enda
landsmenn minnugir alls tilstandsins þegar þessi stórmynd var kvikmynduð
í Reykjavík, á suðurlandi og í Reykholti í Borgarfirði sumarið 1919, ótrúleg
framkvæmd hvernig sem á hana er litið. Hér var um stórmynd í tveimur
hlutum að ræða á mælikvarða þess tíma. Í Reykjavík voru reistar leikmyndir
fyrir innimyndatökur í íslenskum húsakynnum en innitökur atriða sem
gerðust í Kaupmannahöfn fóru fram í stúdíóum Nordisk Films þar í borg.
Myndin var frumsýnd í Kaupmannahöfn árið 1920 og gekk vel og sama á
við um sýningar í öðrum löndum.
Mikið var skrafað og skrifað um myndina í blöðin hér heima. 4. og 5.
febrúar voru báðir hlutarnir sýndir í einu lagi og hægt að fá sér kaffi á
milli í 20 mínútna hléi, „og verður séð um fljóta afgreiðslu“ eins og segir í
auglýsingu bíósins. Sunnudaginn 6. febrúar var haldið áfram að sýna hana
og voru fyrstu fjórir þættirnir á barnasýningu kl. 5.
Það er Magnúsi Jóhannssyni og Nýja Bíói að þakka að Saga Borgarættarinnar
hefur varðveist heil fram til þessa dags. Kvikmyndasafnið vinnur að því að fullgera
nýja stafræna útgáfu upp úr því efni myndarinnar sem best hefur varðveist.
DANMÖRK, 1920
Frumsýnd á Íslandi í Nýja Bíó: 8. janúar 1921
Íslenskir millitextar (Þýðing Árna Óla)
Leikstjóri: Gunnar Sommerfelt (1890–1947)
Aðalleikarar: Guðmundur Thorsteinsson (Muggur), Frederik Jacobsen
Gunnar Sommerfeldt, Ingeborg Spangsfeldt, Inge Sommerfeldt.
Tónlist: JÓN LEIFS (Sögusinfónían op. 26, konsert fyrir orgel
og hljómsveit op. 7, NIELS W. GADE (Í bláa hellinum), FELIX
MENDELSSOHN (Fiðlukonsert op. 64), FRÉDÉRIC CHOPIN og ARTUR
SCHNABEL.
YFIRF. AF FILMU, svart/hvít. 1. hl. á þriðjudögum, 2. hl. á laugardögum.
Kvikmyndasafnið setti myndina saman úr öllu besta fáanlega filmuefni
hennar, endurhannaði millitextaspjöldin og klippti inn á sína staði.
Einnig hefur verið valin ný tónlist við myndina.
 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames