Samband English

Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 20. október 2012

Tími: 13:00 & 15:00

 

Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir
Litli leikklúbburinn á Ísafirði frumsýnir fjölskyldu leikritið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, laugardaginn 6. október kl 15. Leikritið er byggt á sögu Rudiard Kipling, tónlist og texta semur Ólafur Haukur og er þessi uppfærsla í leikstjórn Halldóru Björnsdóttur.
Leikritið er fjölskylduleikrit og margar persónur fylla það lífi svo sem kötturinn sem er leikinn af Sigríði Salvarsdóttur.

Miðaverði er stillt í hóf; Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1700 kr fyrir 7-12 ára, 13 ára og eldri 2200 kr. Öryrkjar og eldri borgarar greiða 1700 kr.
Innifalið í miðaverði er kakó/kaffi  og kaka í Edinborg Bístró Bar með dýrunum úr leikritinu eftir sýningu.

Forsala aðgöngumiða hjá Vestfirsku versluninni. 

 

Hérna má hlusta á tónlistina úr verkinu, ljóð og lög, Hitt leikhúsið 1986.

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames