Samband English

Þorpin- Bubbi Morthens

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 27. október 2012

Tími: 20:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 2500 kr.

BUBBI LEGGUR LAND UNDIR FÓT

Nú í haust mun Bubbi Morthens leggja land undir fót og heimsækja landsbyggðina auk þess sem hann mun koma fram á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að enginn tónlistarmaður hafi oftar farið um landið og haldið tónleika. Heiti tónleikaraðarinnar að þessu sinni er "Þorpin" og vísar Bubbi þar annars vegar í landsbyggðina og hins vegar í síðustu geislaplötu sem hann gaf út og ber nafnið Þorpið. Á þeirri plötu hverfur Bubbi að hluta til aftur í ræturnar og er kassagítarinn framar en hann hefur verið lengi. Platan sem kom út sl. vor hefur selst vel og verið látið vel af henni.
 

Bubbi mun sækja Ísafjörð heim með tónleikana Þorpin í Edinborgarhúsinu þann 27. október kl. 20:30 

 

Húsið opnar kl. 20:00

Miðasala á midi.is og við innganginn

Miðaverð: 2500 kr. 

 

 

 
 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames