Samband English

Sinfóníuhljómsveitin yst sem innst- frá toppi til táar

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 17. október 2012

Tími: 20:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: 1500

Á námskeiðinu sem er samstarfsverkefni Listaskóla Rögnvaldar Ólafsonar og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða mun Rúnar Vilbergsson fagottleikari ræða hinar ýmsu hliðar á starfi sinfóníuhljómsveitarinnar. Leikin verða tóndæmi um leið og hugað er að hlutverki hljóðfæraleikaranna og stjórnandans í túlkun tónlistar. 

 

Fjallað verður um ferlinn frá því að tónskáldið fær hugmynd og setur nótur á blað þar til tónverkið tekur á sig mynd í huga hlustandans; hvernig til getur orðið heillandi hljóðheimur framkallaður með ýmiskonar hljóðfærum úr málmi skinnum og tré. Einnig verður skoðað hvers konar áhrif músíkin hefur á huga okkar og líkama. 

 

Námskeiði hefst kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 17. október.

Verð 1500 kr.
1000 kr. fyrir eldri borgara og námsmenn. 
Kaffiveitingar innifaldar.

Styrkt af menningarráði Vestfjarða.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames