Samband English

Einleikurinn „Pabbi er dáinn“ í Edinborgarsal

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 23. júlí 2012

Tími: 20:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: Aðgangur ókeypis

 

„Pabbi er dáinn“ er einleikur sem fjallar um Kára, 25 ára, sem heimsækir leiði föður sins, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann í fyrsta skipti í 20 ár og nú sem fullorðinn maður. Síðan pabbi Kára fór frá honum, þegar hann var einungis sex ára gamall, hafa ýmsar spurningar brunnið á Kára og hefur hann beðið eftir þeirri stund að geta talað við pabba sinn aftur, en reiknaði aldrei með því að gera það yfir honum látnum.


„Pabbi er dáinn“ er fyrsta verk Daily Snow, íslensks leiklistarnema (í Holberg leiklistarskólanum) í Kaupmannahöfn, sem bæði skrifaði verkið og fer með hlutverk Kára. Tónlistin er samin af sænska tónskáldinu Filip Melo og mun Magnús Ólafsson sjá um undirleik á klassískan gítar en báðir eru þeir á kandídatsári í Konunglega klassíska tónlistarskólanum í Danmörku. Sviðsmynd er í höndum danska listamannsins Lukas Damgaard.

Sýningar munu standa yfir frá 14. júlí til 8. ágúst og munum við fara hringinn í kringum landið þar sem sýningin verður sett upp í 15 mismunandi bæjarfélögum. Undirbúningurinn og sjálf ferðin verður tekin upp og sýnd á bleikt.is og er áætlunin að gera 4-6 þætti sem verða 5-10 mínútur hver.

 

 

Hér má sjá umfjöllun um leikverkið:

http://bleikt.pressan.is/lesa/fara-hringferd-um-landid-a-frjalsum-framlogum-med-dainn-fodur/

http://mbl.is/folk/frettir/2012/06/28/uppgjor_vid_latinn_fodur/

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames