Samband English

Málverkasýning Siggu í Rögnvaldarsal 26. júlí kl. 16

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 26. júlí 2012

Tími: 16.00

Staður: Rögnvaldarsalur

 

Sigríður Jónsdóttir er fædd á Ísafirði 29.febrúar 1940. Ólst upp á Akranesi og er nú búsett í Reykjavík og  hefur verið sjúkraliði í 33 ár. Málaralistin hefur lengi verið mikilvægur þáttur í lífi hennar.

 

Sigríður vinnur með vatnslitum, olíu og akrýl. Henni hefur alla tíð þótt gaman að mála myndir af sjónum ýmist úfnu hafi og miklu brimi eða sléttum , þar sem fjöllin og landið speglast í haffletinum.

Auk þess málar hún landslag, tré , blóm og uppstillingar.

 Fyrir rúmmlega 20 árum fékk hún fyrst leiðsögn í málum frá Sveinbirni Þór Einarsyni listmálara sem kom þá á vinnustofu hennar og kenndi Sigríði og fleiri nemendum listmálun.

 

Hún hefur einnig stundað nám við Myndlistarskóla Kópavogs , naut þar leiðsagnar Tuma Magnússonar í olíu og Erlu Sigurðardóttur í vatnslitamálun. Sigríður hefur lengið verið virk í Hvassaleitishópnum sem nú heitir Litagleði þar sem ýmsir kennarar hafa leiðbeint, þeir eru: Sigurður Örlygsson , Guðrún Norðdal, Ingimar Waage og Sigtryggur Bjarni Baldursson. Auk þess að hitta hópinn í Litagleði einu sinni í viku leigir Sigríður vinnustofu á Kleppsmýrarvegi ásamt 4 öðrum félagsmönnum í Félagi Frístundarmálara og sat hún í fyrstu stjórn félagins. Og í febrúar síðast liðnum var Sigríður á námskeiði í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem Pétur Gautur var með námskeið í olíu málun.

 

Á þessari sýningu sýnir hún akrýl og olíu myndir. Þetta er níunda einkasýning hennar en auk þess hefur hún tekið þátt í fjórtán samsýningum bæði hér og erlendis.

 

Þökkum menningarráð Vestfjarða fyrir veittan stuðning. 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames