Samband English

Skáldaðar skálar

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 22. júlí 2012

Tími: kl. 16.00

Staður: Bryggjusalur

Verð: Frítt

Sunnudaginn 22. júlí kl. 16:00 opnar Áslaug Thorlacius myndlistarsýninguna Skáldaðar skálar í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði. Þar sýnir Áslaug blekmyndir og teikningar af vestfirskum fjöllum, einkum og sér í lagi náttúrufyrirbrigðinu skál, hvilft eða skessusæti sem hún á alltaf svo erfitt með að slíta augun af þegar hún er fyrir vestan.

 

 

Þetta er önnur einkasýning Áslaugar á Ísafirði en hún hélt sýningu í Slunkaríki sumarið 2005. Síðasta sumar tók hún þátt í listahátíðinni Æringi á Bolungarvík ásamt eiginmanni sínum (Finni Arnari Arnarsyni) og börnum en fjölskyldan hefur starfað töluvert saman sem hópur og haldið myndlistarsýningar í Reykjavík og Kína, auk þátttökunnar í Æringi. Áslaug hefur jafnframt haldið hátt í tuttugu einkasýningar og tekið þátt í öðru eins af samsýningum á síðustu tveimur áratugum.

 

Þökkum menningarráð Vestfjarða fyrir veittan stuðning. 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames