Samband English

The Wall - myndlistarsýning

STUND & STAÐUR

Dags: Þriðjudagur 10. júlí 2012

Tími: Opnunartími hússins

Staður: Slunkaríki

Verð: Frítt

Dagmar Misselhorn opnar sýninguna "The Wall" - Veggurinn þriðjudaginn 10. júlí kl. 19:00 - 21:00

 

Sýninguna vann Dagmar sérstaklega fyrir Slunkaríki en um er að innsetningu eða installation á vegg, sem tengist beint Ísafirði og Vestfjörðum. Veggurinn í ganginum sjálfum er hluti af listaverkinu - með öllum ummerkjum um söguna sem falin eru undir málningu en koma samt í gegn.

 

Efniviðurinn sem Dagmar notar í verkið eru hlutir sem hún hefur fundið í kringum sig á gönguleiðum, eigin litlar teikningar, bútar úr málverkum - allt segir sínar sögur og myndar saman eina heild sem minnir á tónverk eða ljóð.


Dagmar hefur unnið að myndlist síðan 1988. Hún er í stöðugri leit að nýjum eiginleikum efnisins - sérstaklega litarins. Dagmar málar með olíu, handblandaðri eggtemperu, teiknar og rissar á striga, karton og pappír. Litir hennar tala saman og eru í baráttu eða innbyrðis ástarsambandi, sem miðlar áhorfendanum tilfinningu um von, gleði, angist, hræðslu og ástríður.

Dagmar notast mikið við fundna hluti (objet trouvé) í innsetningum og sínum litríkum málverkum.

 

Sýningin stendur yfir til 31. júlí

 

Heimasíða Dagmar: http://www.dagmarmisselhorn.de/

 

Þökkum menningarráð Vestfjarða fyrir veittan stuðning. 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames