Samband English

Danshátíð 20. og 21. júní kl. 17 og 19

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 20. júní 2012

Staður: Listaskóli RÓ

Verð: Vægt gjald

Þessa dagana er hópur finnskra listamanna í heimsókn hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Í hópnum eru nemendur frá Turun Seudun Tanssioppilaitos og listamennirnir Marjukka Erälinna sirkuslistakona, Tommi Tommi hljóð- og slagverksleikari og Marko Erälinna ljósameistari.

 

Gestirnir vinna ásamt nemendum LRÓ og dansaranum Hennu-Riikku Nurmi að verkinu Find Ice. Verkefnið hófst á Ísafirði vorið 2011 og fóru nemendur LRÓ ásamt Hennu-Riikku til Turku í Finnlandi í ágúst á síðasta ári. Þar sýndu þau verkið þrisvar sinnum fyrir fjölda áhorfanda og fengu góðar móttökur.

 

Nú standa yfir æfingar fyrir tvær  sýningar sem verða 20. og 21. júní kl. 17 og 19.  Á fyrri sýningunum sýna nemendur LRÓ og Turun Seudun Tanssioppilaitos og á þeirri seinni sýna listamennirnir Henna-Riikka, Marjukka Tommi og Marko. Til liðs við þá koma ísfirskir listamenn, þeir Jón Sigurpálsson og Gunnar Jónsson myndlistarmenn og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari.

 

Selt er inn á sýningarnar gegn vægu verði. Verkefnið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og Barnamenningarsjóði.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames