Samband English

Myndlistardagur barna í Edinborgarhúsinu

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 23. febrúar 2012

Myndlistardagur barna var haldin í Edinborgarhúsinu laugardaginn 18. febrúar sl. Góð þátttaka var og voru rúmlega 40 áhugasamir ungir myndlistarmenn að störfum og unnu að skrímslaverkum bæði í hópum og einn og einn. Jelena Jóhannsson myndlistarkona hafði yfirumsjón með vinnunni. Listaskólinn vonast til að myndlistardagur barna festi sig í sessi og verði árlegur viðburður því ekki skortir áhugann. Afraksturinn má berja augum á gangi Edinborgarhússins. Menningarráð Vestfjarða styrkir þetta verkefni.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames