Samband English

Ert þú með hugmynd-ir?

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 6. febrúar 2012

Samræðufundur í Edinborgarhúsinu, miðvikudagskvöldið 8. febrúar kl. 20:00.

 

Ert þú með hugmynd-ir? Gamla? Nýja? Hefðbundna? Brjálæðislega? Ævintýralega skemmtilega? Sniðuga? Fyndna? Umhverfisvæna? Litla? Stóra? Gróðavænlega?
Hundleiðinlega en samt helv.. góða! Eða viltu bara koma og hlusta og kannski kveikja á start takkanum til að hugsa upp leiðir hvernig við Vestfirðingar upprunnir og aðfluttir getum búið okkur betri og bjartsýnni tilveru hér fyrir vestan. Við þurfum fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri og nú er tíminn til að leggja af stað í sigurför – er það ekki!

Samræðan byrjar kl. 20:00 og til að koma okkur í gírinn munu eftirfarandi koma með örstutt innlegg:

Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt – segir frá verkefnum sem hún hefur unnið að í Noregi og Kananda.
Örn Smári Gíslason, Fánasmiðjunni/Rafskaut segir okkur hvað fyrirtækin gætu gert ef þú ert með hugmynd.
Ólöf Oddsdóttir, leirkerasmiður segir frá því hvað verkstæði hennar gæti gert með þér eða einhverjum.
Halldór Antonsson frá Trésmiðju Ísafjarðar segir frá því hvernig verkstæðið gæti unnið með frumkvöðlum.
Úlfur Úlfarsson og Jenný Kristmannsdóttir og Guðrún Stella Gissurardóttir nemendur af námskeiðinu „Koddessuútúrhausnumáþér“ deila hugmyndum sínum.
Jón Páll Hreinsson og Jóhann Bæring Gunnarsson segja frá nýjungum sem þeir eru með í vinnslu.

Hugarflugs og samræðustjóri er Soffía Vagnsdóttir, frumkvöðull og athafnakona. Tengjum saman fólk og hugmyndir - komum þeim á framfæri og í farveg. Þú klikkar ekki á þessu – sjáumst!

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames