Samband English

koddessuútúrhausnumáðér

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 23. janúar 2012

Laugardaginn 28. janúar hefst hönnunarnámskeiðið Koddessuútúr hausnumáðér. Námskeiðið er á vegum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það er vöruhönnuðurinn Páll Einarsson sem hefur yfirumsjón með námskeiðinu.

 

Koddessuútúrhausnumáðér - hönnunarnámskeið 28. janúar – 3. febrúar 2012. 

Verð fyrir námskeiðið er kr. 36.000 og bendum við fólki á að það eru ýmsir möguleikar á að fá styrk til að greiða þátttökugjaldið.

Yfirlit yfir dagskrá námskeiðsins.
Á laugardag og sunnudag er dagskrá frá kl. 10 – 15
og mánudag – föstudag er dagskráin frá kl. 13:30 – 18:00

Laugardagur 28.01.2012
Mæting í Edinborgarsal í Edinborgarhúsi
09:30 Afhending gagna og greiðsla þátttökugjalds
10:00 Stutt frá leiðbeinanda og aðstoðarmanni - Páll Einarsson (yfirumsjón og kennsla) og Elísabet Gunnarsdóttir
11:00 Þátttakendur og leiðbeinendur kynnast og fara yfir viðfangsefni og áhugasvið
12:30 Hádegishlé
13:30 Náttúra og umhverfi sem vettvangur sköpunar – leitað að efnivið í náttúrunni og umhverfinu
15:00 Hlé til næsta dags

Sunnudagur 29.01.2012
10:00 Innlegg sem virkjar hugmyndir - Páll
11:00 Máttur hönnunar við atvinnusköpun og markaðsetningu - Elísabet
12:00 Hádegishlé
13:00 Skapandi vinna
15:00 Hlé til næsta dags

Mánudagur 30.01.2012
13:30 Silfur og skart – Guðbjörg
14:30 Komduþessuútúrhausnumáþér – Páll
15:40 Þátttakendur steikja á sér hausinn með völdum leiðbeinendum
18:00 Hlé til næsta dags

Þriðjudagur 31.01.2012
13:30 Fyrirlestur 1 – beint frá býli - Auður
14:30 Fyrirlestur 2 – Þroskaferli hönnuðar á Íslandi - Páll
15:30 Skapandi vinna með leiðbeinendum
18:00 Hlé til næsta dags

Miðvikudagur 01.02.2012
13:30 Fyrirlestur – Hönnuðurinn frá A til Ö – þróun og verkefni - Friðgerður og Kristín
15:30 Skapandi vinna þátttakenda
18:00 Hlé til næsta dags

Fimmtudagur 02.02.2012
13:30 Farandveitingastaður – Auður
14:30 Grafískur hönnuður á Íslandi – Ármann
15:30 Undirbúningur fyrir lokakynningar
18:00 Hlé til næsta dags

Föstudagur 03.02.2012
13:30 Fyrirlestur 1 – Myndræn framsetning – Ármann
14:30 Fyrirlestur 2 – Markaðssetning og ímynd – Greipur
16:00 Lokakynningar, gróf concept sýning og stefnuyfirlýsing þátttakenda

Kennarar og fyrirlesarar á hönnunarnámskeiði 2012
Páll Einarsson - vöruhönnuður
Auður Ösp Guðmundsdóttir - http://audurosp.com/ - vöruhönnuður
Guðbjörg Ingvarsdóttir http://www.aurum.is - Aðalhönnuður í Aurum ( gullsmiður)
Friðgerður Guðmundsdóttir - vöruhönnuður
Kristín Birna Bjarnadóttir - vöruhönnuður
Greipur Gíslason  - markaðsfrömuður 
Anton Kaldal Ágústsson - grafískur hönnuður
Elísabet Gunnarsdóttir - arkitekt og verkefnastjóri í þróunarverkefnum á sviði skapandi greina

Lokakynningar eru öllum opnar og eru þátttakendur hvattir til að bjóða vinum og vandamönnum á sýninguna!
Ath, dagskráinn er birt með fyrirvara um breytingar.

Flugfélag íslands og Menningarráð Vestfjarða styrkja námskeiðið

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames