Samband English

Tónleikar ADHD miðvikudaginn 30. nóv. kl 21

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 27. nóvember 2011

Hljómsveitin ADHD var stofnuð í febrúar 2008, upphaflega til að taka þátt í blúshátíðinni á Höfn í Hornafirði. Samstarfið gekk vonum framar og árið 2009 kom út samnefnd plata, sem fékk frábæra dóma, m.a. 4 ½ stjörnu hjá Vernharði Linnett í Morgunblaðinu og var tilnefnd í flokknum besta umslag og var valin jazzplata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum 2010.

ADHD fór í hljóðver núna í vor, gagngert til þess að taka upp efni fyrir nýja plötu, adhd2, sem kom út í ágúst í ár. Tónlistin á nýju plötunni er bæði af svipuðum toga og á þeirri fyrri, en einnig eru gerðar tilraunir í allt aðrar og nýjar áttir. Þó að adhd2 sé tiltölulega nýkomin út, hefur platan fengið feikifínar viðtökur og frábæra dóma, m.a. 4 stjörnur í Fréttablaðinu, 4 stjörnur í Fréttatímanum og 4 1/2 stjörnur í Morgunblaðinu.

ADHD eru:
Óskar Guðjónsson: saxófónar
Ómar Guðjónsson: gítarar, bassar
Davíð Þór Jónsson: Hammond, hljóðgervlar, bassi
Magnús Tryggvason Eliassen: trommur

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames