Samband English

Opin bók - 19. nóvember - kl. 16.

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 10. nóvember 2011

Laugardaginn 19. nóvember verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal. Þar koma fram rithöfundar og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Rithöfundarnir sem fram koma að þessu sinni eru: Finnbogi Hermannsson með bækurnar Virkið í Vestri sem er sagnfræðileg skáldsaga og Vestfirskar konur í blíðu og stríðu 2. bók. Guðmundur Andri Thorsson mun lesa úr bók sinni Valeyrarvalsinn, hann mun einnig flytja stutt erindi um föður sinn Thor Vilhjálmsson sem lést fyrr á þessu ári. Harpa Jónsdóttir les úr bókinni Eitt andartak í einu og Haukur Ingvarsson úr bókinni Nóvember 1976. Loks er það Jón Kalman Stefánsson sem les úr bókinni Hjarta mannsins.
Dagskráin hefst kl. 16. Kaffiveitingar og aðgangur ókeypis.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames