Samband English

Tónlistin frá ýmsum hliðum - Ó, þessar óperur

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 3. nóvember 2011

Námskeið fimmtudagskvöldið 10. nóvember í Edinborgarhúsinu kl. 20:00 - 22:00. Að þessu sinni eru óperur til umfjöllunar. Farið verður yfir það hvernig óperan varð til sem listform og hvernig hún hefur dafnað og þróast í gegnum aldirnar. Mismunandi leiðir kynntar til að nálgast óperur og hafa gaman af þeim. Stutt kynning á raddtegundum söngvara og hljómsveitaskipan með mynd- og tóndæmum. 
Námskeiðið er á vegum Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Kynnir er Júlíus Karl Einarsson, baritón söngvari. Júlíus lærði við Tónlistarháskólann í Vínarborg og er í stjórn Vinafélags Íslensku óperunnar.

 

Verð er kr. 2.500,-.  Eldri borgarar og námsmenn fá afslátt af gjaldi.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames