Samband English

Í anda Gunnars Hólm í Edinborgarhúsinu 28. október

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 24. október 2011

Föstudagskvöldið 28. október kl. 21:00 verða minningartónleikar um trommuleikarann ástsæla Gunnar Hólm Sumarliðason. Gunnar hefði orðið 85 ára þann 30. október en hann lést í byrjun þessa árs.
Það er Menningarmiðstöðin Edinborg i samvinnu við fjölskyldu Gunnars og vini sem standa að þessum tónleikum. Þeir sem fram koma eru spilafélagar og vinir Gunnars ásamt tveim söngvurum þeim Hjalta Karlssyni og Margréti Geirsdóttur Hljóðfæaraleikararnir eru: Vilberg Vilbergsson, Ólafur Kristjánsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Baldur Geirmundsson, Samúel Einarsson og Hólmgeir Baldursson. Félagar úr Harmonikkufélagi Vestfjarða munu einnig koma fram. Miðapantanir eru hjá Hafsteini Vilhjálmssyni í síma 897-6744. Aðgangeyrir kr. 1.5oo.-

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames