Samband English

Tónlistin frá ýmsum hliðum - Sönglögin okkar

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 10. október 2011

Fyrsta námskeiðið er haldið fimmtudaginn 13. október en þá munu Guðrún Jónsdóttir söngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari fjalla um íslensk sönglög.

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir röð stuttra námskeiða um tónlist veturinn 2011-2012. Námskeiðin verða haldin á fimmtudagskvöldum í Edinborgarhúsinu kl. 20:00 - 22:00.
Námskeiðin verða óháð hvert öðru og koma að tónlistinni frá ýmsum hliðum. Farið verður í mismunandi tónlistarstefnur, tengsl þeirra og uppruna, hvernig tónlist er samin, kynningu á hljóðfærum, sögu þeirra og þróun og hvernig hljóðfærin eru notuð til að túlka náttúruna og tilfinningar.

Námskeiðin verða öllum opin, en þó einkum miðuð við fólk sem hefur áhuga á tónlist en ekki hlotið mikla tónlistarlega menntun.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames