Samband English

Spennandi námskeið LRÓ á haustönn

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 9. september 2011

Ýmis spennandi námskeið verða á haustönn LRÓ. Námskeiðin eru tengd myndlist, handverki og hönnun, t.d. verða í boði: vatnslitun, leirlist, teiknun og akrýlmálun.
Sarah Thomas verður með námskeið í skartgripagerð að hætti Afríkuþjóða, sem hún nefnir „A Story on a String„, sem á íslensku gæti verið „Söguþráður„. Í sköpun sinni upplifa þátttakendur tónlist, ljósmyndir og menningu þjóðanna, sem Sarah hefur sett saman, hún er ljósmyndari og mannfræðingur að mennt auk þess að hafa numið skartgripagerð. Það er þægileg tilhugsun að ilja sér við þessa iðju í köldu skammdegismyrkrinu.

Skólinn mun bjóða uppá námskeið sem óhætt er að segja að sé sérstaklega áhugavert Þetta er hönnunarnámskeið sem kallast KondDessuÚtúrHausnumáÐér. Fyrir námskeiðinu fer iðnhönnuðurinn Páll Einarsson. Hugmyndin er að skapa umræðu og vetfang fyrir hönnuði til að koma sinni hugmynd í framleiðslu og er markmiðið að hönnuðir nýti hráefni sem ættað er úr héraði. Námskeiðið verður vonandi bara það fyrsta af mörgum í þessum dúr.

Nýbreytni vetrarins er samvinnuverkefni skólans og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, þar sem verður í boði röð stuttra námskeiða um tónlist. Alls verða þetta 6 fyrirlestrar sem haldin verða í Edinborgarhúsinu. Fyrsta námskeiðið verður 13. október kl. 20 og fjalla Guðrún Jónsdóttir, söngkona og Margrét Gunnarsdóttir, píanóleikari um íslensku sönglögin.

 

Aðrir fyrirlesarar verða Dr. Gunni, Halldór Smárason og Júlíus Karl Einarsson. Námskeiðin verða óháð hvert öðru og koma að tónlistinni út frá ýmsum hliðum. Farið verður í mismunandi tónlistarstefnur, tengsl þeirra og uppruna, hvernig tónlist er samin, kynningu á hljóðfærum, saga þeirra og þróun og hvernig hljóðfærin eru notuð til að túlka náttúruna og tilfinningar. Námskeiðin verða öllum opin, en verða þó verður einkum miðuð við fólk sem hefur áhuga á tónlist en ekki hlotið mikla tónlistarlega menntun. Námskeiðin verða 2 klst í senn.

 

Skráðu þig rafrænt hér: edinborg.is/index.asp

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames