Samband English

26. ágúst kl. 21 - Djass í Edinborg - Secret Swing Society

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 24. ágúst 2011

Hinn rúmlega hálf-íslenski sveifludjasskvintett Secret Swing Society heldur tónleika í Edinborgarsal á föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 21. Leikin verður tónlist Duke Ellington, Django Reinhardt o.fl.
Hljómsveitina skipa Andri Ólafsson á kontrabassa, Grímur Helgason klarinett, frá Litháen Dominykas Vysniauskas á trompet, frá Frakklandi Guillaume Heurtebize á gítar og Kristján Tryggvi Martinsson á harmónikku.
Hljómsveitarmeðlimir kynntust við tónlistarnám í Amsterdam og hefur sveitin spilað mikið á götum úti þar síðustu misseri. Í kjölfar góðra undirtekta í Amsterdam brugðu félagarnir sér í vikulanga tónleikaferð á vordögum og spiluðu, innan- og utanhúss, í borgum í Hollandi, Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Nú er röðin komin að Íslandi, og auk Edinborgarhússins koma þeir fram á Jazzhátíð í Reykjavík, á Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði og á Græna hattinum á Akureyri.
Heimasíða hljómsveitarinnar er: secretswingsociety.wordpress.com

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames