Samband English

Útsaumsverkstæði

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 26. október 2019

Laugardaginn 26. október kl. 14:00 – 17:00 hafa menningarmiðstöðin og verslunin Klæðakot sameinað krafta sína ásamt valinkunnu handverksfólki um sameiginlegt útsaumsverkstæði þar sem allir geta mætt og deilt reynslu sinni. Verslunin Klæðakot hefur útbúið efnisbút með áprentuðu blómamynstri sem fæst í Klæðakoti og kostar 3 þúsund krónur. Allir eru velkomnir jafnt lærðir sem leikir. Það sem æskilegt að taka með eru skæri. Ullarþræðir verða á staðnum en ef fólk á útsaumsgarn þá er sjálfsagt að taka það með.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir textílhönnuður mun halda fyrirlestur um mynstur útfrá verkum Sölva Helgasonar og Sigurðar Guðmundssonar málara. Hún mun einnig fjalla um endurvinnslu og vill að fólk taki með sér efnisafganga, tölur, blúndur og annað sem til fellur.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames