Samband English

Ljósmyndasýning Liu Xiaofang

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 23. september 2017

Staður: gangurinn

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði bjóða til sýningar ljósmyndarans Liu Xiaofang á verkum sem hún hefur unnið að meðan á dvöl hennar á vinnustofunum hefur staðið. Sýningin verður á gangi Edinborgarhússins og verður opnunin laugardaginn 23.september klukkan 16. 

Liu Xiaofang kemur frá Kína. Hún er fædd og uppalin í Kína í borginni Datong. Hún fluttist síðar til Beijing þar sem hún nam ljósmyndun við The Central Academy of Fine Arts. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar um allan heim og má þar fyrst nefna heimaland hennar, jafnframt því sem hún hefur haldið sýningar í Danmörku, Frakklandi, Englandi og Bandaríkjunum. Verk hennar hafa ljóðrænan blæ þar sem mörk þess raunverulega og hins ímyndaða eru oft óljós. 

Um dvöl sína á Ísafirði og upplifun af Íslandi hefur Liu þetta að segja: Það er mér sannur heiður að hafa verið boðið í gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði. Ísland er í mínum huga einstakt þar sem ég get séð útlínur landsins bera við himininn hvar sem er og Ísland er ekki bara fullt af töfrandi og fallegu landslagi, heldur staðurinn þar sem himinn og jörð eru okkur aðgengileg. Útsýnið er eins hreint og þær andans myndir sem hugur okkar framkallar án viðbóta eða hávaðans sem lætur okkar finna tilvist okkar úr fjarlægð.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames