Samband English

Þorpið sem svaf - Reynir Traustason

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 8. júní 2018

 

Reynir Traustason blaðamaður og rithöfundur les upp úr bók sinni Þorpið sem svaf í Edinborgarhúsinu föstudaginn 8. júni kl 20

 

Upplestur í Bryggjusal

Þorpið sem svaf - Reynir Traustason
8. júní, klukkan 20:00
frítt inn og allir velkomnirÞorpið sem svaf gerist í litlu byggðarlagi. Þar er að finna sögur af fólki og örlögum þess. Kvótinn er seldur og vinnan fer. Kóngarnir geyma auð sinn í aflandinu. Eftir situr fólk í sárum. Þetta eru sögur af svindli ekki síður en ást og kærleika. Fossarnir eru þurrkaðir upp. Heiðinni er sökkt til að framleiða rafmagn fyrir stóriðju. Peningamenn græða á meðan náttúran grætur. Allt selt og hreinleikinn horfinn. 
Reynir Traustason bjó á Flateyri í 37 ár þar sem hann starfaði sem sjómaður. lengst af. Mannlífið i þorpinu er honum því kunnuglegt. Sögusviðið er þorpið Kvóteyri en sögurnar eru margar byggðar á raunverulegum atburðum en samt skáldskapur. 

Reynir Torfason, fyrrverandi bæjarlistamaður á Ísafirði, teiknaði með sögunum. 

Bókin hefur fengið góðar móttökur. ,
,Létt og góð lesning mikill húmor, einnig kaldhæðni örlaga og viðskipta”.
Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi á Grænlandi um Þorpið sem svaf. 

„Ævintýralega lífsfjörugar sögur og samt sannar, eins og hann skrifi með blóðinu úr sér,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur um Þorpið sem svaf. 

Jón Svanberg Hjartarson: „Var að ljúka lestri bókarinnar Þorpið sem svaf. Gat nú ekki annað en hlegið þegar ég las einn kafla bókarinnar sem búið er að færa skemmtilega í skáldsögustílinn. Þar er lýst atburði sem ég tel mig geta heimfært nokkuð nákvæmlega við menn og málefni, stað og stund, og er eitt þeirra atvika sem gaman er að rifja upp öðru hvoru. Gæti jafnvel hent í hvaða þorpi sem er ef "réttar" aðstæður skapast. Snilldarlesning! Til hamingju með bókina Reynir Traustason". 
Lýður Árnason, læknir og leikstjóri, um Þorpið sem svaf: 
„Sem fyrr sýnir höfundur sterk tök sín á mannlífi og stemmningu, undir kraumar pólitíkin. ÞORPIÐ SEM SVAF lýsir á raunsannan hátt hvernig ein börn fengu vængi en önnur festust í hreiðrum sínum. Vera má að sumir hugsi höfundi þegjandi þörfina en svona var þetta nú samt og viðgengst enn".

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames