Samband English

Listamannaspjall Cody Kauhl

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 10. maí 2018

Tími: 16:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: frítt inn og léttar veitingar

Gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði í samstarfi við menningarmiðstöðina Edinborg bjóða til listamannaspjalls með margmiðlunarlistamanninum Cody Kauhl í Rögnvaldarsal Edinborgarhúss á uppstigningardag. Hefst það klukkan 16 og verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir!

Cody Kauhl er bandarískur listamaður. Hann vinnur með stafræna margmiðlun, þar sem hann vinnur með fundin hljóð og myndir og blandar þeim saman með nánd mannsraddarinnar. Verk hans hafa verið sýnd alþjóðlegum hátíðum, sem hátíðum í heimalandi hans, þar á meðal Alþjóðlegu tölvutónlistarhátíðinni og Society of Electro-Acoustic Music. Hann er nú gjaldkeri Raftónlistarsamtaka Kansas City og varaformaður No Divide. Cody útskrifaðist 2011 með B.M. í tónfræði og tónsmíðum og 2015 lauk hann meistaragráðu í tónsmíðum frá Háskólanum í Missouri. 

„Sem raftónskáld og margmiðlunarlistamaður, tek ég upp og síðan raða saman á fínlegan hátt ólíklegum hljóðheimildum, sem búið er að hafna. Með þeim hætti skapa ég innilegt mannlegt verk úr annars líflausum hlutum. Með því að gera það, þá endurskapa ég hljóðmettun daglegs lífs sem frelsandi en jafnfram innhverfa upplifun. Endanleg útkoma verður þá oft bæði viðkvæm og eðlislæg, flókin og dreifð, á meðan hún á sama tíma heldur í gegn keikri nánd. Ég þróa verkin í línulegri umbreytingu, talsvert líkt því hvernig tvær senur í bíómynd eru klipptar saman.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames