Samband English

Vorsýning LRÓ Dans

STUND & STAÐUR

Dags: Þriðjudagur 22. maí 2018

Tími: 17:00 og 19:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 1500 fyrir fullroðna (safnað fyrir danstúk)

22. maí kl 17:00 yngri nemendur

22. maí kl 19:00 eldri nemendur

 

22. og  23. maí kl. 17:00 verða danssýningar í  Edinborgarsal hjá yngri nemendum. Eldri nemendur stíga svo á stokk kl. 19:00 og svo aftur 24. maí kl. 20:00 í Edinborgarsal.       

Yngri nemendur sýna ævintýri um það sem gerist að nóttu til. Ýmis himintungl og furðuverur leika lausum hala þó undir styrkri stjórn Hennu. Eldri nemendur sýna frumsamda dansa við tónlistina úr Disneymyndinni  Fríða og Dýrið, einnig koma þar fram nokkrir söngnemendur skólans.

Aðgangseyrir er að danssýningunum fyrir 18 ára og eldri. Miðinn kostar 1500 krónur og gildir hann á allar sýningarnar. Skólinn hefur fest kaup á nýjum dansdúk sem sannarlega var orðið tímabært. Við erum langt komin með að safna fyrir honum og hafa margir lagt lagt okkur þar lið – kærar þakkir fyrir. Innkoman fer í að greiða kostnað vegna sýninganna og borga niður dansdúkinn.

 

Í ár eru 25 ára frá því að Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar var stofnaður. Það er semsagt afmælisár. Til þess að fagna þessum tímamótum fékk skólinn styrk úr Uppbyggingasjóði og það má segja að með vordagskránni hefjist fögnuðurinn og standi til ársloka. Í tilefni afmælisins mun skólinn standa fyrir fleiri tónleikum  og viðburðum á haustönn sem verða auglýstir síðar.

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames