Samband English

Danselfie, samnorrænt dansverk

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 12. maí 2018

Tími: 16:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: frítt inn

12. maí verður danssýning kl. 16 í Edinborgarsal hjá eldri nemendum skólans ásamt nemendum frá Danmörku og Finnlandi. Verkefnið heitir Danselfie og er norrænt samstarfsverkefni.  Fimm nemendur  skólans hafa farið bæði til Danmerkur og Finnlands til að undirbúa þessa sýningu en það eru 27 nemendur á aldrinum 13-21 árs sem taka þátt. Gerð verður stutt myndband um ferlið. Þetta verkefni er styrkt af Nordic Culture Point og Southern Finland Regional State Adminitrative Agency. Ókeypis er á sýninguna. 

 

Í ár eru 25 ára frá því að Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar var stofnaður. Það er semsagt afmælisár. Til þess að fagna þessum tímamótum fékk skólinn styrk úr Uppbyggingasjóði og það má segja að með vordagskránni hefjist fögnuðurinn og standi til ársloka. Í tilefni afmælisins mun skólinn standa fyrir fleiri tónleikum  og viðburðum á haustönn sem verða auglýstir síðar.

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames