Samband English

Við - Kristbergur Ó Pétursson - Myndlistasýning

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 13. júlí 2018

Staður: Slúnkaríki - Bryggjusalur

Kristbergur Ó Pétursson opnar sýningu sína Við í Edinborgarhúsinu í Slúnkaríki 13. júlí kl. 16:00. Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. Sýningin stendur til 31. júlí og verður opin frá hádegi og fram yfir kvöldmat.

 

Við í Edinborgarhúsinu

13. – 31. júlí 2018

Kristbergur Ó. Pétursson

Slúnkaríki í Bryggjusal

 

Gefum Kristbergi orðið

 

Hugtakið "við" rúmar okkur öll. Hvort sem við erum einstaklingar, hópar eða þjóðir. Það  er hinsvegar tilhneiging til aðgreiningar: Við og hin. Við reisum múra í stað þess að rífa þá.                                                               

 

Ég hugsa stundum um hvort bækur og sjónvarpsefni í æsku hafi innrætt mér  fordóma. Þær voru óteljandi kúrekamyndir sem sýndu þjóðarmorð á indíánum og stríðsmyndir þar sem Japanir og Þjóðverjar voru útmálaðir sem hálfgerðar ófreskjur og síðan stráfelldir af góðu gæjunum í hinum ósigrandi bandaríska her. Leikir okkar strákanna voru í þessum anda, byssuleikir eða tindátaleikir. Við áttum heri af tindátum, (eða réttara sagt plastdátum því þeir voru úr plasti) sem við röðuðum upp í fylkingar í hrauninu. Bókmenntir bernskuáranna voru Fimm-bækurnar vinsælu eftir Enid Blyton og þær endurspegluðu sömuleiðis ákveðna tvískiptingu.

 

Úr Wikipedia:

"Á síðari árum hafa ýmsir gagnrýnt bækur Enid Blyton fyrir viðhorf sem koma fram í þeim, bæði hvað varðar kynþætti, stéttaskiptingu og kynjahlutverk. Þetta kemur fram í orðalagi, staðalímyndum og mörgu öðru. Brotamennirnir eru oft dökkir yfirlitum og útlendingslegir. Helstu ovinir Dodda voru upprunalega svertingjadúkkur en í nýlegum sjónvarpsþáttum koma önnur leikföng í stað þeirra. Stéttaskiptingin miðast líka við breskt samfélag á fyrri hluta 20. aldar. Söguhetjur Enid Blyton eru allar af miðstétt, fólk af lægri stéttum er yfirleitt óheflað og fáfrótt. Á seinni árum hafa útgefendur bóka Enid Blyton stundum gert breytingar á textanum til að draga úr þessum viðhorfum."

 

Það er hvorki ætlun mín að deila á á Enid Blyton né kryfja bernskuna. En bernskuminningar mínar kallast á við hugleiðingar um áleitin samfélagsleg málefni,  tilhneiginguna til að jaðarsetja framandi hópa og einstaklinga. Útgangspunkturinn í hugleiðingum mínum er að við erum öll á sama báti.

 

Það er tenging á milli umræddra bóka eftir E.B. og myndraðar á sýningunni. Tengingin er fólgin í bókartitlunum á einfaldan hátt: Orðinu Fimm er skipt út fyrir orðið Við. Dæmi: Fimm á fjöllum uppi verður: Við á fjöllum uppi. Fimm á flótta verður Við á flótta. Og svo framvegis. Þar sem skýringum mínum sleppir er það áhorfandans að túlka og tengja að eigin vitund.

 

Kristbergur Ó. Pétursson

 

Ferilsskrá

Nám                                                                                                                                         

1978 -'79: Myndlista og Handíðaskóli Íslands, kvöldnámskeið

1979 - '85: Myndlista og Handíðaskóli Íslands                                                                                

1985 -'88: Rijksakademie van Beeldende kunsten, Amsterdam, Holland

 

Einkasýningar                                                                                 

1982: Í kaffistofu Hraðfrystihúss Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar Vesturgötu 3-11 Hafnarfirði

1983: Bókasafnið á Ísafirð

1984: Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

1987: Grafiek expo zaal & Galerie Scholte í Rijksakademie, Amsterdam

1987: Nýlistasafnið v. Vatnsstíg1990: Gallerí einn einn, Skólavörðustíg

1991: Kaffi Splitt, Klapparstíg

1992: Kaffi Splitt, Klapparstíg

1993: Hafnarborg, , Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

1993: Nönnukot, Hafnarfirði

1994: Slunkaríki, Ísafirði

1994: Í kaffistofu Hafnarborgar, Menningar-og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar

1994: Götugrillið, Borgarkringlunni

1996: Sólon Íslandus, Bankastræti

1996: Kaffi Óliver, Ingólfsstræti

1996: Á næstu grösum, Klapparstíg

1996: Hafnarfjarðarleikhúsið, Vesturgötu 3-11 Hafnarfirði

1997: Kunstlerhaus Cuxhaven, Þýskalandi

1997: Jómfrúin við Lækjargötu

1999: Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

1999: Við fjöruborðið, Stokkseyri

2000: Hár og list, Strandgötu Hafnarfirði

2000: Næsti bar, Ingólfsstræti

2001: Næsti bar, Ingólfsstræti

2001: Ketilhúsið, Listasumar á Akureyri

2001: Safnahúsið, Borgarnesi

2001: Öldrunarsamtökin Höfn, Sólvangsveg Hafnarfirði

2001: Litla kaffihúsið, Egilsbraut Neskaupstað

2003: Hafnarborg, Hafnarfirði

2005: Menntasetrið við Lækinn, Hafnarfirði

2008: SÍM-ari júlímánaðar, Samband íslenskra myndlistarmanna Aðalstræti 16 Reykjavík

2009: Kaffi Mokka, Skólavörðustíg

2012: Gallerí Bar 46, Hverfisgötu 46 Reykjavík

2014: Anarkía listasalur, Hamraborg 1 Kópavogi

2014: Gallerý Fjörður, Verslunarmiðstöðinni Firði Hafnarfirði

2014: Kaffi Mokka, Reykjavík

2015: Gallerý Fjörður, Verslunarmiðstöðinni Firði Hafnarfirði

2016: Hraun og mynd, Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

2016: Hótel Hlíð í Ölfusi

2017: Anarkía listasalur, Hamraborg 1 Kópavogi

2017: SÍMari júlímánaðar, Samband íslenskra myndlistarmanna Aðalstræti 16 Reykjavík

2017-‘18: Utan þjónustusvæðis, Gerðuberg  menningarhús 25.11.2017 – 14.01.2018

2018: Við í Edinborgarhúsinu, Slunkaríki - Edinborg Menningarmiðstöð Ísafirði 13-31 júlí 2018

 

Samsýningar

1981: Ungir hafnfirskir myndlistarmenn í Æskulýðsheimili Hafnarfjarðar

1981: Gallerí Djúpið, Hafnarstræti.

1981: Ungir hafnfirskir myndlistarmenn í Byggðasafni Hafnarfjarðar

1983: Gullströndin andar, JL húsið við Hringbraut

1983: Ný grafík útskriftarsýning á Kjarvalsstöðum

1983: Hafnfirskir myndlistarmenn í Flensborgarskóla, Hafnarfirði

1984: Utgard, samsýning norræna myndlistarnema í Þrándheimi, Noregi

1985: Gallerí Salurinn, Vesturgötu Rvk.

1985: Ung Nordisk Kulturfestival, Stokkhólmi Svíþjóð

1987: Myndlistarmenn framtíðarinnar, Kjarvalsstöðum

1989: Vijf ijslandse Kunstenaars, Pulitzer Art Gallery, Amsterdam

1989: Á tólfæringi, Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

1991: Hafsauga, í Akraborgarferjunni

1991: Listahátíð í Hafnarfirði

1994: Listhús 39, listamannarekið sýningarrými Strandgötu 39 Hafnarfirði, Hafnarfirði

1994: Íslensk Grafík í Menningarmiðstöð austur-Beijing, Kína

1995: Samtímis, fimm grafíklistamenn í Norræna Húsinu

1996: T2, Trönuhrauni 2 Hafnarfirði

1998: Líkt og vængjablak, náttúrulistaþing á Þingeyrum, Austur-Húnavatnssýslu.

2000: 4th Shanghai International Art Fair, Shanghai, Kína.

2004: Íslenskir og þýskir myndlistarmenn í Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

2006: Hin blíðu hraun, , Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

2008: Hafnfirskir myndlistarmenn, , Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

2008: Afmælissýning Hafnarborgar, , menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar

2009: Litir ættbogans, Menntasetrið við Lækinn, Hafnarfirði

2010: Bjartir dagar, samsýning í Dverghúsinu, Lækjargötu 2 Hafnarfirði

2011: Samsýning í 002 Gallerý, Þúfubarði 17 Hafnarfirði

2012: Hafnfirskir myndlistarmenn, 002 Gallerý, Þúfubarði 17 Hfj.

2013: Flæði: Salon-sýning af safneigninni  Kjarvalsstöðum

2013: Endurfundir í Listasafni Reykjanesbæjar

2014: Gallerí S43, Strandgötu 43 Hafnarfirði

2015: Nýmálað á Kjarvalsstöðum.

2015: Pop art listahátíð í Hafnarfirði.

2016: List á lausu, Anarkía listasalur

2017: Gáttaþefur, ArtGallerí Gátt

2018: Viðskulum þreyja þorrann og góuna… ArtGallerí Gátt

2018: Hafnarborg 35/30, afmælissýning. Hafnarborg menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

 

Starfslaun og styrkir:

1989: Starfslaun listamanna í fjóra mánuði

1994: Starfslaun listamanna í sex mánuði

1999: Starfslaun listamanna í sex mánuði

2014: Starfslaun listamanna í sex mánuði

2014: Hvatningarstyrkur frá Menningar-og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar

2017: Verkefnastyrkur úr Myndlistarsjóði  

 

Gestavinnustofur / Residencies:                        

1989: Hafnarborg, Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar

1995: Norræna Listamiðstöðin, Sveaborg, Finnlandi / Nordic Arts Center, Sveaborg, Helsinki, Finland

1997: Kunstlerhaus Cuxhaven, Þýskalandi

2017: Gestavinnustofa Sambands íslenskra myndlistarmanna í Berlín

 

Myndlistarkennsla og fyrirlestrar:

1989-2000: Myndlista- og handíðaskóli Íslands. 1999-2018: Námskeið á ýmsum stöðum s.s. vinnustofu, hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, Félagi eldri borgara í Hafnarfirði, Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, Læk athvarfi í Hafnarfirði, Myndlistarskóla Reykjavíkur og hjá félögum myndlistarmanna í Neskaupstað og Reykjanesbæ. Fyrirlestrar um eigin verk fyrir nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Ingunnarskóla, Álftanesskóla, Klébergsskóla og Menntaskólanum í Hamrahlíð.

 

Verk í opinberri eigu

Listasafn Íslands

Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjanesbæjar

Hafnarborg, Hafnarfirði

Kunstforeningen Þrándheimi

 

Félags- og trúnaðarstörf:

Í stjórn Íslenskrar Grafíkur 1998-2002. Starfaði í úthlutunarnefnd listamannalauna 2001. Meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Nýló. Tók þátt í rekstri Gallerí Salarins við Vesturgötu í Reykjavík, Gallerí Grjóts við Skólavörðustíg, Listamiðstöðvarinnar í Straumi, Listhúss 39 í Hafnarfirði og ArtGallerý Gáttar í Kópavogi. 

 

Útgáfur / Publications :

Grágrýti- Basalt, Kristbergur Ó. Pétursson, 2007

Málverk 2008-2011, Kristbergur Ó. Pétursson, 2011                                                                                         

                                                                                                                                                                               

 

 


 %>  %>  %>  %>© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames