Samband English

Dagrún Matthíasdóttir - Myndlistasýning til 18. júní

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 18. júní 2018

Tími: Opnun klukkan 17:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: frítt inn

Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistasýninguna HEIMA í Bryggjusal Edinborgarhússins á ísafirði föstudaginn 1.júní kl. 17. Sýningin stendur til 18. júní

 

Á sýningunni HEIMA sýnir Dagrún olíumálverk, grafíkverk og skissur. Sýninguna HEIMA tengir hún við náttúrufegurðina og minningar að vestan með persónulegri nálgun. Olíumálverkin eru landslagsverk og notkun lita og pensilskriftar er frjálsleg í bland við nákvæmni í teikningu. 

 

Dagrún Matthíasdóttir er myndlistakona frá Ísafirði, búsett á Akureyri. Dagrún er mjög virk í listalífinu norðan heiða og hefur haldið utan um sýningarhald í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Hún hefur einnig vakið athygli með listahópnum RÖSK með gjörningum, skúlptúrum og listviðburðum. Dagrún hefur haldið 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis. Einnig hefur hún tekið þátt í listaverkefnum eins og Kunst I Natur í Noregi, gestadvöl í Ungverjalandi og á Máritíus í SA Afríku. 

 

Dagrún lærði á fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri, Nútímafræði og kennslufræði í Háskólanum á Akureyri, með viðkomu í listfræði sem skiptinemi í Háskóla Íslands/LHÍ.

 

“Sýningin HEIMA er tileinkuð minningu föður míns Matthíasar Z.K. Kristinssonar og í því tilefni verður ljósmynd Steinunnar systur minnar með ljóði hans einnig á sýningunni.”

 

Sýningin stendur til 18.júní – Allir velkomnir.

dagrunmatt.wordpress.com

 

 


 %>  %>© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames