Samband English

ADHD

STUND & STAÐUR

Dags: Þriðjudagur 19. september 2017

Tími: 21:00

Verð: 3000.- og 2500.- eldri borgarar og nemar

Hljómsveitin ADHD var stofnuð á vormánuðum 2008 og hefur starfað nær sleitulaust síðan. Næstum því sleitulaust allavega. Hljómsveitin hefur frá stofnun gefið út sex plötur. Sú sjötta og nýjasta, ADHD6, kom út síðasta haust á geisladisk og svo var hún gefin út á vínylplötu nú í vor. ADHD-liðar hafa verið duglegir við tónleikahald erlendis undanfarin ár en ekki eins duglegir að spila heima á Íslandi. En nú verður breyting þar á! Stefnan er tekin á Ísafjörð og spilað verður í Edinborgarhúsinu 19. september. Þaðan er stefnan tekin á Siglufjörð þann 20. september og svo haldið til Grindavíkur á Bryggjuna 21. september. Sveitin mun leika efni á síðustu plötu í bland við eldra efni á þessum tónleikum.
Tónleikar hefjast klukkan 21:00 stundvíslega 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames