Samband English

Tónleikar/Listamannaspjall

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 3. ágúst 2017

Tími: 20:00

Verð: frítt inn

Á fimmtudagskvöld, þann 3. ágúst, bjóða gestavinnustofur ArtsIceland á Ísafirði til tónleika/listamannaspjalls í menningarmiðstöðinni Edinborg. Það eru tónlistarmennirnir Feona Lee Jones sem kemur frá Kaliforníu og Jug K. Marković sem kemur frá Serbíu sem koma þar fram. Þau segja lítillega frá því sem þau hafa verið að vinna að á meðan á dvöl þeirra á Ísafirði hefur staðið og fyrri verkum og einnig munu þau setjast við píanóið og spila fyrir gesti eigin tónsmíðar.

 

Tónleikarnir verða í Rögnvaldarsal og hefjast klukkan 20.

 

Feona Lee Jones er tónskáld, píanóleikari, hljómborðsleikari, hljóðhönnuður og tónlistarstjóri. Verk hennar eru einlæg og hjartnæm og standa föstum fótum í þeirri bjargföstu trú að tónlist tengist beint inn á eðlilægustu tilfinningar mannanna. Það hefur aldrei virkað fyrir Feonu að vinna með stakan miðil og hefur hún því komið víða við og unnið í heimi tónleikahalds, við gerð kvikmyndatónlistar, við tölvuleikjagerð og fjölda annarra hluta.

 

Á meðan á dvöl hennar í gestavinnustofum ArtsIceland hefur staðið hefur hún unnið að stuttri óperu sem byggir á ævi móður hennar sem ólst upp í Kína á sjötta áratug síðustu aldar þegar landið var undir stjórn Mao Zedong og vonast Feona til að leggja loka hönd á verkið á næsta ári.

 

Hægt er að heyra tónlist Feonu á: www.soundcloud.com/Feona

 

Jug K. Marković er tónskáld og píanóleikari með áherslu á nýklassík. Afdráttarlausa ástríðu Jug fyrir tónlist má heyra í fjölbreytileika tónlistar hans þar sem hvert verk opinskátt sækir í ákveðna uppsprettu úr fortíðinni og mætti kalla tónlist hans “fornleifafræði hljóða.” Í tónlistinni má heillast af ákveðnum fortíðarhljómum, láta þá ná yfirhöndinni og hafa áhrif. Síðan (ólíkt fornleifafræðinni) í gegnum algjörlega persónulega túlkun í sköpunarferlinu, skapað án áreynslu og endurmóta það sem þú hefur neytt.

 

Jug K. Marković fæddist í Belgrad og útskrifaðist úr heimspeki þar (með áherslu á fornleifafræði) og seinna útskrifaðist hann einnig úr Faculty of Music Art. Tónlist hans hefur verið flutt á stórum tónlistarhátíðum og eru þau tengd mikilsvirtum stofnunum líkt  og Aldeburgh Festival/Snape Maltings, TENSO og ENOA. Jug hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín og hefur hann tekið masterklassa og fengið kennslu hjá tónskáldum sem skipa sér í fremstu röð í heiminum í dag.

 

Jug trúir á órökbundna, hvata- og ástríðudrifna tónlistarsköpun. Hægt er að hlusta á tónlist Jug á: https://soundcloud.com/jugkonstantin

 

 

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames