Samband English

Lindy hop danskennsla og ball

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 16. ágúst 2017

Tími: 20:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 2500 ball og kennsla

Í tengslum við hina árlegu Lindy Hop swingdanshátíð Arctic Lindy Exchange 2017 munu vera haldnir tveir dansleikir með jazz hljómsveitinni Hrafnasparkí Edinborgarhúsið (inu) 15. og 16. ágúst.

Um 80 erlendir dansarar koma Ísafjarðar í tengslum við hátíðina til að skemmta sér við að dansa hinn upprunalega para swingdans millistríðsárana, dansinn Lindy Hop (einnig þekktur sem Jitterbug).

Í tengslum við dansleikina verður Vestfirðingum boðið uppá möguleikann að læra nokkur grunnskref á stuttu kvöldnámskeiði bæði kvöldin. Eina sem þarf er að skrá sig, kaupa miða á dansleik (einn eða báða) og þá fær maður 1klst kennslu í dansinum.

- Þriðjudagskvöld 15. águst
Kennsla frá 20:00-21:00. 
Efnistök: Einföld grunnskref fyrir byrjendur.
Ballið byrjar 21:00 með plötusnúðum og hljómsveitin byrjar 21:30.
Verð: 2.500 kr. (dansleikur og kennsla)

- Miðvikudagskvöld 16. águst
Kennsla frá 20:00-21:00. 
Efnistök: Klassísk rhythm grunnskref.
Ballið byrjar 21:00 með plötusnúðum og hljómsveitin byrjar 21:30.
Verð: 2.500 kr. (dansleikur og kennsla)

Athugið til að skrá sig verður maður að senda email á 
info@arcticlindyexchange.com

og til að tryggja jöfn hlutföll Herra og Dama verður maður að skrá sig með félaga. S.s. einn sem dansar Herrann (Leader) og einn sem dansar Dömuna (Follow). Það er vert að nefna að þessi hlutverk eru ekki kynbundin, þ.a.s. konur geta dansað Herrann og karlar Dömuna.

Lágmarksfjöldi þáttakenda fyrir hvert námskeið eru 8 manns og það er engin krafa um fyrri dansreynslu.

Þau Kristrún Rúnarsdóttir og Andri Yngvason munu kenna tímana. Þau hafa áralanga reynslu af dansinum og hafa kennt dansinn fyrir félöginHáskóladansinn og Lindy Ravers í Reykjavík.

Hljómsveitin Hrafnaspark mun leika fyrir dansi og spila þekkt lög Django Reinhardt sem og aðra swing jazz standarda millistríðsáranna.

Hvað er Lindy Hop eiginlega?
https://www.youtube.com/watch?v=6fDIPCuGpjE

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames