Samband English

Heimsókn frá Berlín

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 2. júlí 2017

Tími: 20:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 2000 kr

Dagana 29. júní – 5. júlí nk. munu nemendur og kennarar frá Leo Kestenberg tónlistarskólanum í Berlín endurgjalda píanónemendum úr Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar heimsókn þeirra síðarnefndu til Berlínar í júní á síðasta ári. Nemendurnir munu æfa saman fjórhent á píanó verk eftir Mendelsohn og íslensk þjóðlög í útsetningu Vilbergs Viggóssonar.  

 

Hægt verður að hlýða á afraksturinn þann 3. júlí kl. 20 í Edinborgarhúsinu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. 

 

Einn af kennurunum frá Berlín, Allan Duarte Manhas mun sunnudaginn 2. júní kl. 17 leika einleik á píanó verk eftir Debussy og Schubert. Aðgangur að þeim tónleikum er kr. 2.000.

 

Allan Manhas er fæddur í Brasilíu og hóf píanónám 7 ára að aldri. Hann lauk námi frá Tónlistarháskólanum í Sao Paulo árið 2006. Hann flutti til Þýskalands árið 2008 og lauk mastersnámi frá Martin-Luther University í Halle-Wittenberg. Hann hefur sótt námskeið hjá fjölda kennara, unnið til verðlauna í píanókeppnum og leikið einleik með hljómsveitum bæði í Evrópu og Suður-Ameríku. Hann var aðstoðarkennari í tónlistarháskólanum í Halle-Wittenberg á árunum 2011-2016 en kennir nú við Leo Kestenberg og Fanny-Hensel skólana í Berlín.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames