Samband English

Botnlaus grundvöllur

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 3. ágúst 2017

Tími: 16:00

Staður: Bryggjusalur

Verð: frítt inn

 
Myndlistarmennirnir Rannveig Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir mynda saman dúóið DJVHS (Video-hljóð-skúlptúr). Markmið þeirra er að skapa þverfaglegt umhverfi þar sem þær sameina krafta sína og skapa grundvöll að samstarfi við ólíka einstaklinga innan listarinnar.  Báðar hafa Rannveig og Sigrún Gyða að baki sér áralanga tónlistar og sviðslistamenntun. DJVHS byggist á samsetningu þeirra miðla sem þær hafa tileinkað sér undanfarin ár í myndlistarnámi sínu. Sigrún hefur lagt áherslu á mynbandsmiðilinn og Rannveig á skúlptúr en hljóð hefur verið leiðarstef í verkum beggja. DJVHS notast við grafíska nótnaskrift, aðferð við framsetningu listar í gegn um sjónræn tákn án hefðbundinnar nótnaskriftar. Nánar tiltekið vinna þær myndlistarverk sem eru síðan túlkuð af ólíkum listamönnum út frá fyrirframgefnum leiðbeiningum DJVHS. Flutningur leiðbeininganna verður þannig lokaniðurstaða
listaverksins.
 
Um sýninguna:
 
Uppistaða sýningarinnar er samansafn verka sem DJVHS vinna að sumarið 2017. Þær skoða fjölbreytt umhverfi sitt og rannsaka, auk þess kynna grafíska nótnaskrif sem miðil til listsköpunar. DJVHS finnst mikilvægt að sýna fram á að hægt sé að skapa tónlist út frá myndlist rétt eins og tónlistamenn hafa í gegnum tíðina unnið myndlistlistarverk út frá tónlist sinni. Þær vinna þannig áfram með öra þróun aðferða grafískrar nótnaskriftar, skoða hana og nota á tónlist jafnt sem aðrar listgreinar.

 %>© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames