Samband English

Heimildarmynd Villi Valli

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 28. júní 2017

Tími: 20:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: frítt inn

Heimildarmyndin Lífshlaupið

Edinborgarsal

miðvikudaginn 28. júní

klukkan 20:00

Frítt er inn á viðburðinn en DVD diskur með heimildarmyndinni og tónleikununum verður til sölu á staðnum

 

Edinborgarhúsið hefur ákveðið að bjóða bæjarbúum á sýningu heimildarmyndarinnar Lífshlaupið. Myndin fjallar um Vilberg Vilbergsson sem er betur þekktur sem Villi Valli tónlistarmaður, rakari og lífskúnstner á Ísafirði.  Einnig verður sýnd upptaka af tónleikum með Villa Valla og félögum sem haldnir voru í Edinborgarhúsi í nóvember 2016 en þar var leikin blanda af sígildum jazzperlum og frumsömdum lögum eftir Villa Valla. Lög eins og  Don´t get around much anymore, Jeepers Creepers, Vikivaki Jóns Múla, Lover, come back to me, Þakið er lekt og Fall krónunnar.

 

Hljóðupptaka og vinnsla Matthías M.D. Hemstock

Kvikmyndataka Logi Ingimarsson

Kvikmyndastjórn Snævar Sölvason

Framleiðandi Menningarmiðstöðin Edinborg 

 

 

Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í Vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Hann hóf sinn feril á dansböllum 11 ára gamall á Flateyri. Hann var í forsvari fyrir fjölda hljómsveita og er enn að rúmlega áttræður. Eftir hann liggja nokkrir CD diskar með eigin efni sem náð hafa töluverðri útbreiðslu og nýtur hann virðingar um allt land fyrir sitt listframlag. Villi Valli er heiðurslistamaður Ísafjarðar.

 

Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til í nokkur ár og hafði lengi haft áhuga á að setja saman sveit til að leika með honum tónlist sem mótaði hann – tónlist sem kannski má kalla uppáhaldslög Villa Valla. Matthías setti saman quartet til að leika með Villa þ.e. Matthías sjálfur, Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Andri Ólafsson á kontrabassa og gítarleikarinn Eðvarð Lárusson.  Tónleikar voru haldnir fyrir fullu húsi í Edinborg í nóvember 2016 og voru teknir upp bæði í hljóð og mynd

 

 

 
 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames