Samband English

Jóhanna 1. - 13. júlí

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 13. júlí 2017

Tími: 1. júlí til 13. júlí

Staður: Bryggjusalur

Verð: frítt inn

Jóhanna Þórhallsdóttir sýnir í Bryggjusal frá 1. júlí til 13. júlí 2017

 

Opnun sýningarinnar verðu 1. júlí kl 15:00, léttar veitingar á boðstólum og allir velkomnir

 

Jóhanna var um árabil söngkona og kórstjórnandi en sneri sér alfarið að málverkinu fyrir 6 árum síðan. Hún hefur undanfarin ár stundað nám hjá Markús Lüpertz í suður- Þýskalandi og útskrifast þaðan í lok júní.

 

Markús er einn af þekktustu málurum og myndhöggvurum Þýskalands og hefur haft gríðarleg áhrif á þýskan expressionisma. Það sem einkum einkennir Lüpertz og nemenda hans er frjáls og flæðandi túlkun tilfinninga  í öllum sínum myndum.

 

Jóhanna kallar sýningu sína Nekt og nærvera og sýnir málverk sem hún hefur aðallega unnið á þessu ári auk örfárra eldri mynda. Lífið er einsog sýningarnar, það varð aldrei eins og maður ímyndaði sér heldur kemur alltaf á óvart.

 

Þetta er 5. einkasýning Jóhönnu. sem hefur undanfarið ár verið formaður Anarkíu Listasals í Kópavoginum. Hún sýnir nú í fyrsta sinn á Ísafirði, en hefur margoft komið þangað og sungið t.a.m. í Tjöruhúsinu á Saltfiskböllum.

 

 

 

 

 

 

Myndlistanám

 

2009-2011

Myndlistaskóli Kópavogs

Sara Vilbergsdóttir

 

2011-2013

Myndlistaskóli Reykjavíkur

Fornám

Textíldeild

Sigtryggur Bjarni Baldvinsson

 

2013-2015

Myndlistaskóli Kópavogs

Bjarni Sigurbjörnsson og Sara Vilbergsdóttir

 

2015-2017

Akademie für Bildende Künste-Kolbermoor

Professor Markus Lüpertz  upphaf náms september 2015  útskrift júní 2017

Dozenten Reinold Braun, Friedrich Dickgiesser,

Leander Kresse og Arnim Tölke

 

 

Sýningar

Anarkía Listasalur –Þögli kórinn 2014, Kyn(ja)verur frá Kolbermoor 2015, Fljóð og fossar 2016, Nekt og nærvera 2017, Akademie für Bildende Künste-Kolbermoor 2017, Edinborgarhúsið Ísafirði 2017

 

Gallerí Portið – samsýning september 2014

Gallerí Háuhlíð – Bræðralag Gunnar og Þorvaldur Þorsteinsson, nóvember 2014

Anarkía Listasalur- samsýningar - Meinvill 2014 - 30 mánuðir í Anarkíu 2015 - List á lausu 2016

 

Jóhanna Valgerður Þórhallsdóttir

www.johannathorhalls.com

Háuhlíð 18

105 RVK sími 8999227

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames